Grillsumarið mikla

Það er búið að vera það gott undanfarnar vikur að reglulega hefur verið rölt út á svalir og fírað upp í grillinu. Það er búið að skella ýmsu yfir gaslogana á þessum tíma. Þetta klassíska, lamb og grís en einnig hefur einstaka nautasteik ratað út og hrefnukjöt fær reglulega að eldbakast hjá okkur. Einnig fer, að sjálfsögðu, hamborgarar og/eða pylsur (með upsiloni) handa krökkunum.

Það var hinsvegar nýtt á grillinu hjá okkur áðan. Það var nefninlega grillaður silungur. Þetta var gert á einfaldan hátt, bara kryddað með svörtum pipar, sítrónupipar og salti, skellt í nokkrar mínútur yfir eldinn og svo borðað með hrísgrjónum, fersku grænmeti og berneassósu.

Ég mæli með þessu, þetta var með betri fiskmáltíðum sem ég hef fengið í mjög langan tíma og krakkarnir borðuðu þetta meira að segja.

Kaupið bara frysta bleikjubita í BÓNUS, kostar aðeins 899 kr/kg, kryddið og grillið - það klikkar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já og besti silungurinn á Grillið er Þingvallavatnssilungur   Bara gott.

Já sumarið er tíminn - til að grilla.

knús og klemm og kveðja úr sveitinni.

JEG, 10.7.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband