Hvaða rugl er í karlinum?

Maður skyldi halda að á meðan Samfylkingin er í ríkisstjórn þá séu allir embættismenn sem skipaðir eru af ríkinu starfandi í umboði viðkomandi ríkisstjórnar.

Ef hins vegar þetta er rétt hjá Össuri þá er ríkisstjórnin sprungin og boða ætti til kosninga án tafar. Einnig er það svo að ef Samfylkingin vildi Davíð úr Seðlabankanum, af einhverri alvöru, þá væri karlinn farinn.

Þetta hljómar eins og óþekkur krakki sem með semingi hlýðir vegna þess að hann fær kannski að ráða næst. Það er annaðhvort það eða ráðherrann hefur verið þunnur eftir helgina og ekki getað hugsað rökrétt.

Ég held að ráðamenn íslenska ríkisins, sama hvort það eru pólitíkusar eða embættismenn, ættu að fara að beita kröftum sínum að því að koma þegnum landsins til hjálpar í stað þess að rífast allan liðlangan daginn um hluti sem skipta engu máli.


mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Ég er farinn að hafa grunsemdir um það að ISG sé farin að vera aðeins of höll undir Sjálfstæðisflokkinn. Og að það sé meðal annars það sem sé að pirra Össur.

Og mundu það að Samfylkingin var ekki í Ríkisstjórn þegar Davíð fór í Seðlabankann.

Ég held að stjórnmálamenn landsins ættu nú bara að hætta þessum sandkassaleik eða leyfa þó a.m.k. fólki að komast að sem hefur meiri áhuga á að leysa vandamál landsins á meðan þau hin eru í sandkassanum.

Skaz, 8.12.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Rétt er það að Bændaflokkurinn sat í ríkisstjórn þegar DO var skipaður í embætti. Það breytir samt ekki því að hann var þarna þegar Samfylkingin lagðist undir Sjálfstæðisflokkinn og af því að ekki voru gerðar athugasemdir við veru hans í Seðlabankanum þá hlýtur hann að sitja í umboði Samfylkingar.

Ef Samfylkingin hefði alvöru áhuga á að koma Davíð frá þá væri hann kominn frá. Nú eða ríkisstjórnin væri farin. ISG og kompaní eru líklega komin á bragðið og vilja ekki sleppa stólunum sjálf og eru því ekki tilbúin að ganga alla leið í þessu máli frekar en nokkrum öðrum. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með framgöngu Samfylkingarfólks frá síðustu kosningum.

Ég tek hins vegar heils hugar undir síðustu setningu þína, þessi leikur í stjórnarráðinu og Seðlabankanum er að kosta okkur allt of mikið.

Vilhjálmur Óli Valsson, 8.12.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: JEG

JEG, 8.12.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 34946

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband