Færsluflokkur: Enski boltinn

Leikur 4. Man. City

Það var fjörugur seinni hálfleikur á Borgarleikvangnum, 5 mörk, fullt af færum og umdeildum atvikum.

Ég get ekki verip sammála skinkunni sem sagði sigur City vera sanngjarnan. Mínir menn voru mun betra liðið, 20 marktilraunir á móti 10 og voru að halda boltanum mun betur innan liðsins en heimamenn.

Það er hins vegar ekki nóg, það verður að nýta færin og það gerðist ekki í þessum leik eins og svo oft áður, eitthvað vantar bæði upp á græðgina og grimmdina auk þess sem smá heppni mætti alveg fara að detta með Arsenal. Það má t.d. alveg spyrja hvernig leikurinn hefði þróast ef Ade hefði fengið rautt eftir viðskiptin við v. Persie og eins ef vítið hefði verið dæmt skömmu síðar. En það er alltaf þetta ef og þýðir lítið að vera að væla yfir því.

Það verður bara að taka góðu hlutina með úr þessari heimsókn, innkoma Rosicki var frábær, hann lífgaði heldur betur upp á sóknarleikinn. Eins er ég að mestu ánægður með Vermalen þrátt fyrir að varnarleikur Arsenal hafi verið í molum í mörkum 2 og 3 en 4 markið kom eftir flotta skyndisókn City.

Hins vegar voru bæði Glichy og Bentdner afspyrnu slakir og skil ég bara ekki hvað Daninn stóri er að gera í hóp hjá okkur. Svo vantar okkur sárlega markvörð sem er einum klassa ofar en Almunia.

Næst er það Wigan á Emirates og vonandi fara hlutirnir að detta fyrir okkur, en ekki má gleyma því að í fyrstu 4 leikjunum er búið að heimsækja Everton og bæði Manchester liðin, sjálfsagt 3 af 5 erfiðustu útivöllunum í úrvalsdeildinni.

ÁFRAM ARSENAL


mbl.is City á sigurbraut - Benayoun með þrennu fyrir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unun að horfa á spilamennskuna í dag :)

Þeir eru komnir til baka og er það vel. Þetta gefur góðar vonir fyrir komandi vikur og getur vel verið vísir á að hægt sé að bjarga tímabilinu.
mbl.is Wenger: Mikill stígandi í liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af kjaftæði?

Þetta fer að verða þreytandi. Núna er það mamma hans sem segir eitthvað.

Það er morgunljóst að maðurinn fer hvergi nema Ferguson samþykki að selja hann og það sér maður ekki gerast. Allavega þykir mér ólíklegt að einhver hjá ManUtd vilji selja besta leikmann í heimi.

Þetta eru endalausar ekki fréttir sem koma um þetta mál og önnur þessu lík.


mbl.is Mamma segir að Ronaldo fari hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dennis Bergkamp

Til heiðurs hollenska snillingnum Dennis Bergkamp.

Hann spilaði 424 leiki, skoraði 120 mörk og gaf 166 stoðsendingar fyrir Arsenal.

Hallið ykkur aftur og njótið:

 


Ekki launar kálfurinn ofeldið!

Það er einmitt það. Þetta er að vísu búið að vera í pípunum frá áramótum, þ.e. að Flamini væri að leita að launahækkun. En það er betra að menn fari ef þeir eru ekki á réttum forsendum. Ef aurarnir eru það eina í huga hans þá kveð ég hann með bros á vör. Wenger á eftir að finna annann sem fyllir þetta skarð sem Flamini skilur eftir sig.

Ég vísa bara á það sem ég skrifaði í síðustu færslu og segi að eintök eins og Giggs og Adams "MR. ARSENAL" finnast ekki hjá þessari kynslóð sem tekin er við.


mbl.is Flamini sagður vera búinn að semja við AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur ferill!

Maður getur ekki annað en tekið hatt sinn ofan fyrir svona snilling eins og Giggs. Ekki bara það að hann sé búinn að vera að spila í þessum gæðaflokki allann tímann heldur hefur hann einnig sýnt fádæma hollustu við sitt félag sem gerir hann enn merkari í mínum augum.

Þessi hollusta er bara ekki þekkt í dag, menn eru frekar að elta örlítið meiri laun hinum megin við lækinn.

Þetta er bara frábært og til eftirbreytni.


mbl.is Giggs getur slegið leikjametið hjá Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað?

Andskotinn hafi það ef mennirnir leggja sig ekki fram, þetta er vinnan þeirra. Og þessi vinna er ekki gefins. Ég trúi ekki að nokkur maður telji að þessir karlar gefi ekki allt í leikinn, alltaf.
mbl.is Scott Parker: Munum leggja okkur fram gegn United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband