Ekki launar kálfurinn ofeldið!

Það er einmitt það. Þetta er að vísu búið að vera í pípunum frá áramótum, þ.e. að Flamini væri að leita að launahækkun. En það er betra að menn fari ef þeir eru ekki á réttum forsendum. Ef aurarnir eru það eina í huga hans þá kveð ég hann með bros á vör. Wenger á eftir að finna annann sem fyllir þetta skarð sem Flamini skilur eftir sig.

Ég vísa bara á það sem ég skrifaði í síðustu færslu og segi að eintök eins og Giggs og Adams "MR. ARSENAL" finnast ekki hjá þessari kynslóð sem tekin er við.


mbl.is Flamini sagður vera búinn að semja við AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Aðferðirnar sem Wenger hefur notað til að ná í þessa leikmenn segja nú kannski ýmislegt um þá sjálfa.

Í mörgum tilfellum eru þetta ungir leikmenn sem eru búnir að alast upp í klúbbum sem hafa hlúð vel að þeim og veitt þeim allt......

Svo þegar þessir strákar eiga að skrifa undir atvinnusamninginn.......þá bara "Nei" Ég er búinn að semja við Arsenal!

Þetta er svona "þjófur ,þjófur" dæmi sem Wenger er að lenda í........gott á hann.

Reynir Elís Þorvaldsson, 4.5.2008 kl. 12:36

2 identicon

Reynir Wenger hefur ekkert verið að kvarta undan því að Flamini geti farið einhvað annað en hann fer þá eins og hann kom. Flamini hann vildi ekki skrifa undir nýann samning við Marseille útaf því að hann vildi meiri pening og fékk hann hjá Arsenal en nú vill hann meiri pening Arsenal bauð honum nýann samning fyrir áramót 2007 en hann vildi sjálfur sjá hvað aðrir vildu bjóða honum.

Þú mátt ekki rugla saman Flamini málinu og svo hinsvegar málinu með Hlep því að Hlep á tvö ár efir af samning við Arsenal og aðrir klúbbar hafa ekki leifi til að tala við hann fyrr en eftir eitt og hálft ár, það sama var með A.Cole þegar að Chelsea reyndi að lokka hann yfir. 

Það er Þjófur Þjófur dæmið sem Wenger er að lenda í en ekki í þessu dæmi með Flamini.

Tveir óskyldir hlutir sem þú ert að blanda saman. Reynir E.

Gunnar. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:59

3 identicon

Var Flamini ofalinn? Voru ekki Hleb og Rosicky keyptir vegna þess að ekki var hægt að nota Flamini á miðjunni fyrr en í vetur. Flamini var tuska hjá Arsenal, látinn spila miðju þegar einhver meiðsli voru, bakvörð (heilt tímabil) o.s.frv. ef ég man þetta rétt

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Jón Gunnar, það verður að spyrja hvort þú hafir eitthvað fylgst með Arsenal og knattspyrnu. Bæði Hleb og Rosicky eru kantmenn.

Leikmaður eins og Flamini er einfaldlega fjölhæfari en flestir og var að leysa bæði bakvarðarstöðuna og stöðu miðjumanns best af þeim sem voru í boði á hverjum tíma.

Reynir það verður að benda þér á að Wenger hefur verið að ná til félagsins ungum leikmönnum sem kosta lítið eða ekkert og gefið þeim tækifærið sem þessir strákar fá ekki hjá öðrum stórum klúbbum. Það verður að skoða líka hvað hefur komið frá Arsenal eftir að Wenger hefur skoðað og gefið tækifæri án þess að viðkomandi hafi fyllt upp í kröfurnar á Emirates. Menn eins og Bentley, Larsson, Aliadiere, Pennant, Volz og Boa Morte fengu sína sénsa og fóru svo án gjalds. Þeir fengu tækifærið og það opnaði ýmsar dyr fyrir þá.

Það sem ég er að benda á er að þegar menn hafa vaxið nóg sem knattspyrnumenn og eru vel nýtanlegir þá þakka þeir tækifærið og spila áfram en elta ekki 10 þúsund kall á viku annars staðar. Ef menn elta aurinn þá eru þeir ekki á réttum stað og þess vegna segi ég aftur að við kveðjum Flamini með bros á vör og þökkum fyrir veitta þjónustu.

Það hefði samt verið betra að halda honum og þá aðeins ef hann hefði valið svo.

Vilhjálmur Óli Valsson, 4.5.2008 kl. 22:42

5 identicon

Flamini hafði alveg spilað kant og miðju hjá Marseille. Af hverju keypti ekki Wenger bakvörð (þegar Clichy var meiddur) fyrst hann hafði svona mikila trú á Flamini? Það getur vel verið að Arsenal hafi borgað honum vel en mér finnst Wenger ekki hafa sýnt honum neina sérstaka virðingu og þess vegna finnst mér svona "fótboltalega séð" Flamini hafa ekki hafa verið ofalinn hjá Arsenal.  kveðja Jón, enn meiri tuðari af guðs náð

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 34916

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband