Meiri grátur

Nú er ég búinn að vera frekar rólegur í tíðinni gagnvart ástandinu, þ.e. í skrifum. Ég hef frekar tuðað beint í fólki og er m.a. að gera frúnna vitlausa á þessu væli. Ég ætla því að setja nokkur orð hérna niður og fá smá útrás.

Í öllu því sem hefur gengið á síðustu vikurnar hefur maður furðað sig á mörgu og skilið ósköp lítið. Það sem stendur upp úr er þetta:

1. Samkvæmt hollenskum blaðamanni, sem kom í Silfur Egils í gær, þá hurfu 2 milljarðar evra eða 300 milljarðar króna, út úr Icesave á þessum tíma sem bankinn var opinn í Hollandi (ca. 6 mánuðir)!!!! og ekki virðast vera eignir í Hollandi upp í þessa upphæð.

2. Icesave í Bretlandi virðist þó hafa eignir á bak við sig hvað svo sem verðmæti þessara eigna kann að vera í dag.

3. Allir 3 bankarnir virðast hafa farið langt fram úr sér í getu og siðferðilegum skyldum ásamt því að stóru fjárfestarnir virðast hafa verið í pappírsviðskiptum til að ná fjármunum út úr bönkunum.

4. Allir stjórnmálamenn sem talað hefur verið við virðast ekki hafa haft hugmynd um að neitt óeðlilegt hafi verið í gangi í fjármálaheiminum þó svo að margir þeirra komi úr þessum geira, m.a. hafi setið í stjórnum fyrirtækja og þegið laun fyrir að vita ekkert.

Það sem við Íslendingar verðum að gera núna er að sækja þessa fjárglæframenn til saka, taka af þeim allar eignir og flengja þá svo opinberlega.

Stjórnmálamennina verðum við að taka og skipta út, kosningar eru ekki nóg, það verður að endurnýja fólkið á þessum listum. Við verðum sem sama skít í sama klósetti ef kosið verður milli flokkanna með sama fólki í framboði. Allar fréttir hafa bent á óeðlilegar tengingar milli stjórnmaálamanna og fjárglæframanna. Staðan hjá mér a.m.k. er þannig að ég get ekki hugsað mér að kjósa neitt af þessu liði, þeir sem eru með stjórnartaumana í höndunum eru ekki að gera neitt og þeir sem eru í stjórnaraðstöðu eru ekki með neinar lausnir, aðeins það að stjórnin sé ekkert að gera.

Að lokum vil ég bara segja það að þegar ég tek lán þá les ég smáa letrið og þegar íslenska ríkið tekur lán þá er ég að taka lán og ég á heimtingu á því að fá að vita um alla skilmála, hvað sem hver tautar og raular. Það er bara vanvirðing við þjóðina að segja: ykkur kemur það ekkert við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sævar már magnúss

kom hér, sá að Villi er reiður og forðaði mér.... kvitt

sævar már magnúss, 16.11.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Kjartan það er ekki möguleiki að ég fari í framboð meðan þetta kerfi er við lýði, ég er ekki nógu hlýðinn til að komast að í stjórnmálaflokkum landsins. Það er reyndar þannig að ég á ekki samleið með neinum af þessum flokkum í dag, það eru punktar í flestum flokkum sem ég myndi vilja sameina og fara að vinna að bættu samfélagi en ekki bættum hag ráðamanna. Þeir sem eru við völd eru nefninlega ekki að hugsa um neitt sem getur bætt hag almennings. Tökum sem dæmi greiðslujöfnunina sem kynnt var á föstudaginn. Á endanum munum við greiða meira en ella, þar sem við munum greiða verðbætur af verðbótum sem safnast upp á meðan jöfnunin er í gildi. Hvar er svo afnám lífeyrisréttinda ráðamanna á sama tíma? Jú sett í nýja nefnd þar sem hægt er að svæfa málið lengur.

Sævar ég er ekki reiður, það er bara svo gaman að tuða

Vilhjálmur Óli Valsson, 16.11.2008 kl. 11:45

3 identicon

Evrópa mun skuldsetja börn og barnabörn ykkar. Er bara einn möguleiki fyrir Ísland.????????

Hvað með Westurheim og tengslin hingað ????

Ég hef búið í Kanada hálft lífið,og nýt góðs af því að búa í landi sem er eins og Noregur , skuldlaust og áhættulítið, (miðað við USA og Ísland og Ungverjaland.)
Hér er óvenju vel tekið á móti hverjum sem kemur frá Íslandi eða Scandinaviu, þeim er treyst og þeir fá meðbyr í bakið. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei skilið þetta ofurkapp á Evrópu, og algert áhugaleysi með tengslin við Kanada. Hér búa “Íslendingar” út um allt ,(sem tala ekki íslensku) Í hverri borg finnur þú fullt af íslenskum eftirnöfnum, í öllum símaskrám bæði Kanada og USA.

Kanada er kalt land eins og Ísland( nema vesturstöndin) Kanada-menn lifa innan sinna marka,og Kanada verður rík þjóð til frambúðar. Hér er olía og gas til að selja USA í heila öld í viðbót, og hér eru málmar í jörð sem Kína og Indland vilja , og hér er matarbúr heimsins. Árlega leitar Kanada stíft, að 300,000 manns til að gerast hér innflytjendur. ( Immmigration Canada) Kanada er jú hálftómt risaland ,og þer sakna þess að Evrópubúar hafa hætt að koma hingað. (Þeir komu unnvörpum eftir stríðin og komma-þrengingarnar) Mest af umsókum er frá Asíu núna, en það gæti breyst fljótt…..
Núna er Kanada mjög sterkur klettur, í sökkvandi skuldafeni þjóða.

Mitt álit er…. Já, auðvitað á Ísland að vera tengt við sitt eigið blóð í vestuheimi og eiga hér gagnkvæman aðgang hvenær sem er. Ég er hund þreyttur á því, sem gerist á fjögurra ára fresti. Einhver forseti kemur frá Íslandi og heimsækir Gimli… (mjög fáir búa þar ) og talar um hve ríkulega tengsin eru !!!!…..svo gerist ekkert.
Við erum mikið betur tengdur við fólk í HongKong og Evrópu og Íran og Rúmeníu , en við nokkuð íslenskt. Hér eru engin raunverulegur áhugi frá móður okkar…..Íslandi. Þá miða ég við það púður, sem Ísland hefur eytt í Evrópubandalagið. EB hefur boðið Íslandi uppí dans. En loksins núna eru uppi efasemdir um að EB sé sannur og góður fyrir Ísland.??
Mamma Ísland kemur til Kanada á fjögurra ára fresti og heldur eina ræðu. Við Westur-íslendingar erum ekki uppáhalds börn Íslands…..kannski af því við tölum bjagað, eða tölum ekki íslensku. Þetta gæti breyst núna, og við gætum kannski orðið góðu börnin ???? Við gætum orðið þess virði að Ísland vildi kynnast okkur, og jafnvel vingast við afkvæmið..??? Sounds like a touching reunion..?

Good Luck to You Folks, I feel your pain !!! Honestly !!!

Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband