Skemmtilegt

Þetta er búin að vera frábær helgi. Fyrir það fyrsta þá er ég búinn að vera í fríi og meira að segja síminn hefur ekkert angrað mig. Svo verður bara að segjast að jólaskapið er komið til að vera þetta árið, snjórinn sem liggur á yfirborði suðvesturhornsins vær kærkomin viðbót við öll jólaljósin og skreytingarnar sem búið er að koma fyrir í öllum gluggum og görðum.

Þá verður gærdagurinn seint toppaður á þessari aðventu. Þegar börnin voru búin að borða úr dagatalinu og tæma skóna sína var haldið í Smárann þar sem hinn vikulegi íþróttaskóli (fyrir Dagný og Bjarka) var á dagskrá. Var mætt klukkan 10, klukkustund fyrr en venjulega, þar sem farið var í gegnum fína þrautabraut og í framhaldi af því lét enginn annar en Stúfur sjá sig á svæðinu við mikla lukku barna (misgamalla). Ekki nóg með að Stúfur gamli væri fenginn til að fara þrautabrautina þvera og endilanga við mikla kátínu enda karlinn orðinn gamall og stirður, heldur kom í ljós að hann spilar líka svona listavel á harmonikku og spilaði hann undir meðan aðrir sungu jólalög og dönsuðu í kringum jólatré. Endaði svo samkoman á því að íspinnum var dreift til barnanna og hafa þau sjálfsagt sjaldan fengið íspinna fyrir hádegi (flest þeirra vonandi). En deginum var ekki lokið þar því ennþá beið jólaball handan við hornið.

Brunað var heim og farið í ögn fínni föt, Kristberg var skutlað í Sambíóin, þar sem hann mætti í bekkjarafmæli, en ég brunaði í flugskýli LHG, þar sem jólaball starfsmannafélagsins var haldið. Þar spiluðu og sungu að venju Maggi Kjartans og Helga Möller, og svo mættu á svæðið félagarnir Gáttaþefur og Sveppi og slógu þeir félagarnir heldur betur í gegn. Ekki mátti samt á milli sjá hvor þeirra er meiri jólasveinn. Þegar þeir voru búnir að skemmta og dreifa sælgætispokum til barnanna, var tekið til við pizzuát, en það er líka orðin hefð á jólaskemmtun starfsmannafélagsins.  Endað var svo á að elda Burritos og taka því rólega yfir frekar slakri sjónvarpsdagskrá. 3 elstu börnin náðu að kría út gistingu hjá ömmu og afa svo að þetta var frekar rólegt hjá okkur hjónunum í gærkvöld.

Í dag voru svo börnin sótt og kaffi drukkið í talsverðu magni. Í kjölfarið á heimkomu settust krakkanir saman við eldhúsborðið og perluðu saman allskonar jólamyndir. Núna er kjúklingurinn að grillast í ofninum og alla er farið að hlakka til hátíðarinnar.

Nú mega jólin koma. Ég er tilbúinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Yndislegt!

Knús og kveðja til þín kæri frændi. 

JEG, 14.12.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 34924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband