Útskrift!

Jæja. Það tókst. Gamli maðurinn er að útskrifast á föstudaginn með stúdentspróf. Ég tók upp á því á gamals aldri að láta meta skipstjórnarnámið upp í stúdent og komst að því að ég þurfti að bæta við mig 12 einingum í náttúrúfræði/félagsfræði/tungumáli eða stærðfræði og 6 einingum í íslensku. Ég ákvað að kýla á þetta, valdi mér náttúrufræði og tók svo 6 einingar á önn síðustu 3 annir. Allt gekk að óskum og kláraði ég síðasta prófið á föstudaginn var og fékk svo staðfestingu í gær á að ég hafði náð blessaðri jarðfræðinni. Nú getur maður loksins sagt (36 ára gamall) að maður hafi lokið stúdentsprófi.

Þá er það bara spurning, á ég að mennta mig eitthvað frekar eða á ég að hætta á meðan ég er með menntaferil án falls? Og ef ég held áfram á ég þá að elta og nema áhugasvið mín, sem eru ópraktísk eða á ég að gera eins og allir hinir og fara hina praktísku leið sem gefur mér aðeins meiri aur í vasann (ef ég klára).

Nú vantar mig komment og heilræði kæru vinir. Og svo væri skemmtilegt ef einhver getur upp á hvar áhugi minn liggur og hvers vegna Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ bróðir sæll og til hamingju með þennan áfanga en ekki veit ég hvað er í uppáhaldi hjá þér að gera.Enn og aftur til lukku.Kveðja Halldóra.

Halldora Sigrun Valsdottir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Til hamingju Villi minn.

Ég er einn þeirra sem hef verið að mennta mig af og til.

ÉG mæli með því og þú átt fullt erindi í það svo klár gaur sem þú ert.

Einar Örn Einarsson, 17.12.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: JEG

Til hamingju með áfangann kæri frændi.  Úff ekki ætla ég að vera svona dugleg og taka stúdentinn eitt eða neitt sko.    En þar sem ég veit ekki hvað hugurinn þinn er að pæla þá ætla ég að segja pass við að kommenta á þetta en það er jú um að gera að læra það sem mann langar ........en aurinn spilar jú líka inní málin skiljanlega.

Knús og klemm með kveðju úr Hrútósveitó.

JEG, 18.12.2008 kl. 00:08

4 identicon

Til hamingju með þetta.

Þú átt að halda áfram að læra, enda áttu auðvelt með það. Maður veit aldrei hvenær maður þarf að skipta um starf, auk þess sem menntun er alltaf til góðs.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Heill og sæll kæri vinur.

Til hamingju með þennan áfanga. Mentun er alltaf af hinu góða, sama hver hún er. Mennta þig meira spyrð þú. Að sjálfsögðu. Þú virðist eiga auðvelt með að læra og það liggur vel fyrir þér. Ef ekki er tími (Krepputími) núna til að fjárfesta í námi, þá hvenær ? Áhugamálin eða ekki. Það er ekki endilega víst að það nám sé það sem þú átt best með að læra (hvað veit ég ?) Praktískasta, það er ekki endilega það sem þér finnst skemmtilegast (hvað veit ég ?). Hvað svo sem þú velur að gera áhugamálin, praktíska hliðin eða sleppa því alfarið, þá verður þú bra að vega og meta kostina og velja svo rétt samkvæmt því.

Guðmundur St. Valdimarsson, 18.12.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband