Frábært

Þetta eru seðlabankastjórarnir þrir. Þá er eftir að telja kostnaðinn við aðra sem verið er að reka úr störfum opinberra stofnana eins og forstjóra FME, f´rafarandi ráðherra, alla aðstoðarmenn fráfarandi ráðherra (15 millur) og fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta fólk fær biðlaun, sem eðlilegt er (nema ráðherrar), í mismarga mánuði eftir starfsaldri. Mér þykir eðlilegur uppsagnarfrestur til handa fólki sem ráðið er í vinnu sanngjarn. Ekki vildi ég standa uppi brottrækur úr mínu starfi með engin laun frá brottrekstrardegi.

Hins vegar þykir mér mjög óeðlilegt að fólk sem kosið er tímabundið til einhverra starfa eins og þingmenn og ráðherrar þiggi biðlaun eftir að þeirra ráðningarsamningur er útrunninn. Það er nefninlega svoleiðis að þegar fólk er kosið á þing þá er það einfaldur tímabundinn ráðningasamningur sem rennur úr gildi án sérstakrar uppsagnar þegar kosið er að nýju.

Á sama tíma og heilög Jóhanna segist leiða ríkisstjórn fólksins sem ætlar að standa vörð um grunn velferðarkerfisins, þá eru nýjir ráðherrar að skipta út ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum fyrir 82 daga vinnu. Ætli það taki ekki nýja fólkið 80 daga bara að koma sér almennilega inn í þau mál sem verið er að vinna í. Hvers vegna skipti t.d. Össur út aðstoðarmanni Ingibjargar Sólrúnar í utanríkisráðuneytinu og réði Kristján Guy Burgess? Var fyrri aðstoðarmaðurinn ekki starfi sínu vaxinn eða hvað er málið eiginlega? Fyrir 82 helvítis daga!!!

Á sama tíma berast fréttir af Ríkisstofnunum eins og Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslu Íslands sem þurfa að skera niður sín útgjöld um allt að fimmtung!! Lögreglan hefur ekki ráðið inn menn eins og til stóð og búið er að boða uppsagnir 30 manns eða 20% starfsfólks LHG. Samt er hægt að réttlæta "loftrýmisgæslu" erlendra flugherja þó ekki sé hægt að halda uppi grunnlöggæslu á heimaslóðum.

Mér þykir þetta ekki góð forgangsröðun hjá stjórnvöldum og vona að SAINT JÓA sjá sóma sinn í að tryggja löggæslustofnunum okkar nægt rekstrafé til að tryggja öryggi okkar svo að við getum a.m.k. lifað og búið hér nógu lengi til að vera hluti af velferðarríkinu Íslandi.

Meðan embættismenn fá tugi milljóna vegna 82 daga og grunnstofnanir okkar fá ekki rekstrafé þá get ég ekki stutt stjórnvöld.


mbl.is Biðlaunin áætluð 44 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 34926

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband