Frábært

Skallagrími er þá ekki alls varnað. Ég er voðalega hræddur um að VG hefði fengið það allsvakalega í bakið hefði verið tekin ákvörðun um að banna hvalveiðar. Því væri kannski öðruvísi farið ef árferðið væri betra og ekki væru svona mörg störf undir.

Svo þykir mér fyndið að hann hafi þurft að segja það sem augljóst er að hægt sé að breyta reglugerðum og banna hvalveiðar hvenær sem er.

Menn ættu hins vegar að gæta að því að þegar stunda á sjálfbærar veiðar þá má ekki skilja eina tegund í vistkerfinu eftir, það raskar öllu jafnvægi í náttúrunni. Ég tel (common sense) að ástæðan fyrir stöðu fiskistofnanna sé annars vegar hvalafriðun og hins vegar gengdarlausri loðnu og kolmunnaveiði hins vegar að kenna. Hvalurinn étur fiskinn, stóran sem smáan og við erum búin að veiða allt sem hvalurinn skilur eftir af uppsjávarfiski sem er fæða bolfisksins.


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 34945

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband