Færsluflokkur: Bloggar

Bandaríkin hvað?

Og þetta mál kemur okkur við vegna hvers?

Eigum við ekki að byrja á að hugsa og gagnrýna inn á við áður en farið er til landa þar sem dauðarefsing er heimiluð?

Ég veit ekkert um þetta mál en réttarkerfið í USA byggist á dómi 12 einstaklinga sem eru valdir af handahófi og eiga að taka afstöðu til málsgagna! Hvað erum við að skipta okkur af því frekar er réttarfari í öðrum löndum.

Djö.... á ég eftir að fá á baukinn fyrir þetta ;)

Kv. Villi


mbl.is Aftöku Davis mótmælt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugamenn- atvinnumenn

Það er nebbnilega það

Mikið er gott að fá staðfestingu á að maður sé að sinna starfinu, þar sem ég og starfsfélagar mínir leggjum líf og limi að veði, sem áhugamaður.

Ætli bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé þá tilbúin að greiða okkur laun sem atvinnumönnum?

Eins og sagt er í útlandinu: WAKE UP AND SMELL THE COFFEE MISTER!!!


mbl.is Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helena WHO????

Það má með sanni segja að Helena sé gleymd. Okkar ástkæru íþróttafréttamenn eru EKKI með hana á topp 10 yfir íþróttamenn ársins þrátt fyrir að hún sé búin að vera yfirburðamanneskja hjá sínu liði undanfarin ár.

Að mínu mati er Helena í topp 3 yfir íþróttamenn ársins 2010 og langt, langt á undan Óla Stef, Arnóri Atla og varamanninum Aroni Pálma.

Helena er meiri yfirburðamanneskja í sinni íþróttagrein en Hlynur í karlakörfunni og hinir hópíþróttamennirnir sem eru á topp 10 listanum.

En þetta er bara mitt mat.


mbl.is Helena góð í sigurleik TCU
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ekkert mál Mörður minn

Þú ætlar að verða jafn mikill drullusokkur og Mörður, nafni þinn, Valgarðsson og gera og segja bara það sem er vinsælt hverju sinni!!!!!!

Það er í lagi að brjóta lögin ef um jafn "ómerkileg" mál og þetta er að ræða, en ekki í lagi ef það eru lög um önnur málefni. Þér og ykkur þingmönnum var ílófa lagt að breyta þessum lögum en það hentaði bar ekki á þeim tímapunkti!

 Lög eru lög og þeim skal framfylgja hvað sem okkur hinum finnst um þau og þannig er það nú bara.

Ég er ekki sammála því að eyða tíma og peningum í þennan málarekstur, en ef lög eru brotin þá eru ákveðnar refsingar við því og þannig er lýð- og þingræði uppbyggt og mín skoðun á því skiptir litlu máli meðan lög eru í gildi. End of story.


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur á Skaganum

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á 3 stigum í dag og væntingar sumarsins eru ekkert sérstakar.

Það er vonandi að Tommi og kjúklingarnir sýni að ég hafi rangt fyrir mér, allavega lofar byrjunin góðu.

 Áfram HK


mbl.is HK lagði Skagamenn og KA vann Þrótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISS - það er ekki neitt....Einar frændi minn.......

Það tekur þetta heimili ekki nema 32 ár að vinna fyrir þessari upphæð og 10 ár að vinna fyrir mánaðarlaunum Hreiðars Más hjá Kaupþing.

Ég vona að Lárus sé í góðu formi því ég veit ekki hvernig ég bregst við ef ég hleyp hann uppi í maraþoninu í ágúst.


mbl.is Með 251 milljón í laun á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu alla leið heim!!!!

 

Þetta úrhrak ætti, eins og hinir drullusokkarnir sem stálu þjóðinni og/eða sátu hjá á meðan, að sjá sóma sinn í að snauta heim til sín, með skottið á milli lappanna, og bíða þar í felum meðan beðið er eftir dómi fyrir afglöp, landráð og þjófnað.

Að hugsa sér að við aumingjarnir þurfum að borga launin fyrir þetta pakk líka.


mbl.is Björgvin stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrekaskrá ársins

 

Á vef stjórnartíðinda kemur fram hvaða lög hafa verið samþykkt á árinu. 

Fram til 26. febrúar höfðu verið samþykkt 2 lagafrumvörp, annars vegar lög um ríkisábyrgð vegna ICESAVE skuldarinnar og hins vegar lög um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna laga um ríkisábyrgð vegna ICESAVE skuldar.

Síðan þá hafa verið sett þrenn lög: 26. feb. voru sett lög um breyting á lögum um nauðungarsölu og lög um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun). Í gær voru svo sett lög um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn).

Svo mega menn rífast um hvort eitthvað hafi verið að gerast hjá löggjafarvaldinu.

Stöndum öll upp og klöppum fyrir þessum stórkostlegu afrekum HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!!!


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ótrúleg forgangsröðun :-(

 

Eftir því sem ég best veit sjá sjúkrflutningamenn á Selfossi um alla sjúkraflutninga allt austur frá Vík og að litlu kaffistofunni, að maður tali nú ekki um öll sumarbústahverfin á Suðurlandi.

Að hafa einn bíl/áhöfn á vaktinni er bara rugl og tímaspursmál um hvenær þetta mun koma til með að kosta líf.

Það hlýtur að vera hægt að spara um 17 milljónir annars staðar í stjórnsýslunni.


mbl.is Sjúkraflutningamönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllum er alveg sama!!

Ég sem starfsmaður flugdeildar LHG get ósköp lítið tjáð mig um þessi mál en það sem er samt merkilegt er að allir virðast halda að eina starfsemi LHG sé rekstur þyrlna. Þetta er mikill miskilningur og má benda á miklu meiri niðurskurð (hlutfallslega) í öðrum deildum stofnunarinnar.

Það má svo benda á að þetta fjársvelti til gæslunnar er til jafns á við að sjúkrabílum á höfuðborgarsvæðinu yrði fækkað um helming. Hvað ætli fólk myndi segja þá??

Annars er samt merkilegast að ÖLLUM hagsmunasamtökum sjómanna sem og annara virðist vera nákvæmlega sama að öllum rekstrargrundvelli sé kippt undan öllum löggæslueiningum í landinu.

 


mbl.is Minni björgunargeta Landhelgisgæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband