22.1.2008 | 23:15
Á skólabekk
Nú er það svart. Gamli maðurinn, þ.e. ég, hefur tekið sig til og skráð sig í nám. Já ekki er öll vitleysan eins, farið að síga á seinni hlutann í fertugt og þá loksins asnast ég af stað og ætla að klára stúdentinn. Tók 6 einingar í fjarnámi í FÁ fyrir jólin og tek 6 einingar þessa önnina.
Núna lét ég verða af þessu og verð því að éta ofan í mig stóru orðin. Ég ER að lesa nóbelsskáldið Laxness, þurfti að lesa klukkuna fyrir áramót og er að byrja á fólkinu sjálfstæða núna. Verst þykir mér að þegar ég var búinn að hemja fordóma mína er varðar stafsetningu skáldsins, og horfa framhjá henni, þá var klukkan bara ÁGÆTIS saga. Í GUÐS bænum ekki segja neinum frá þessari játningu minni.
Ég á eftir að læra svolítið betur á þetta bloggvesen þar sem ég er byrjaður á þeirri vitleysu líka þó að ég hafi lítið að segja, þetta er bara almennt tuð sem fáir hafa gaman af. Kosturinn er hins vegar að það er hægt að slökkva á vafranum en erfiðara er að slökkva á tuðinu þegar ég er "LIVE"
Þar til síðar, hafið það gott
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæll gamli, hmm testing testing haha;)
Guðrún litla frænka (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:27
Útlitið er eitthvað sem hægt er að breyta, t.d. þegar liðið breytir búningnum eða merkinu. Smekkvísi mín er ekki til umræðu á þessum vef enda verð ég seint flokkaður sem mikil listaspíra eða með mikið fegurðarskyn nema þegar kemur að kvenfólki.
Skemmtileg tilviljun að næsta færsla hjá mér komi við stjórnmál eftir þessa spurningu.
Um enska boltann skal ég ræða hvar og hvenær sem er enda með afbrigðum geðgóður og rólegur yfir þessu öllu saman, NEMA ef ske kynni að sá dagur renni upp að mínum mönnum verði pakkað saman af Spurs.......HELV. ÞETTA GERÐIST $#%#"%$#%#"$#%#&%$%
Vilhjálmur Óli Valsson, 25.1.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.