23.1.2008 | 17:21
Til hamingju Reykvíkingar
Það verður að viðurkennast að nýjasti þátturinn í farsanum sem sýndur er þetta tímabilið í borgarpólitíkinni er sorglegur. Nafni minn, oddviti sjálfstæðismanna, blindaður af gullgeislum borgarstjórastólsins, hefur lagt sig allan fram að ná honum aftur og lái honum hver sem vill. Menn eru jú væntanlega í pólitík til að hafa áhrif og hvar hefur fólk meiri áhrif en í stjórnunarstöðum. Hitt er aftur annað mál hversu langt menn eiga að teygja sig til að komast til valda. Eiga menn að gefa öll baráttumál eftir og jafnvel áhrifamestu stöðurnar, þó það sé bara til skemmri tíma. Ef litið er á stjórnarsáttmála nýs meirihluta þá sér maður öll helstu baráttumál Frjálslyndra og óháðra eða hvað?
Eftir því sem ég rýni betur í þetta þá sé ég ekki betur en að við flestöll atriði stendur "leitast skal við" eða "við fyrsta tækifæri". Þessir tveir frasar segja mér að ekkert á að gera nema lækka fasteignaskattinn og þiggja laun fyrir að vera mikilvæg/ur. Við sjáum nefninlega að skipt er um fólk í ÖLLUM launuðum stöðum, sem þýðir tvöföld laun í 3 mánuði í flestum tilfellum.
Við þessa meirihlutabreytingu gerist það líka að skipt verður um meirihluta og formennsku í öllum nefndum og ráðum og sú vinna sem farið hefur fram þar byrjar eina ferðina enn á núlli því þeir sem taka við formennsku í téðum nefndum og ráðum þurfa nefninlega að finna upp hjólið einu sinni enn svo að þau geti barið sér á brjóst og sagt ÉG gerði mest og best.
Þegar upp er staðið þá er það eina sem Ólafi og sjálfstæðisflokknum hefur tekist með þessu útspili er að lama starfsemi borgarinnar til skemmri tíma og kosta borgarbúa tugi eða hundruð milljóna í valdafíkn sinni.
Við getum kannski sagt okkur það sjálf ef við setjum okkar vinnustað í þessi spor: Skiptið út allri yfirstjórn og deildarstjórum á þriggja mánaða fresti og sjáum hvernig vinnustaðurinn virkar!!!!
Til hamingju Reykvíkingar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Furðulegt hvað við erum sammála um suma hluti Kjartan.
Ég er hins vegar nánast orðlaus yfir klappliði samfylkingarinnar og vinstri-grænna sem fjölmennti á fund borgarstjórnar og baulaði þar eins og vel alin kýr yfir töpuðum tekjum forystumanna sinna. Ekki var þetta lið á pöllunum þegar valdaránið hið fyrra var framið.
Einn góður hlutur kom þó út úr þessu, Bingi fór heim eftir að sporslurnar fóru í kjaft annarra og þá er ég ekki að tala um skyrturnar 26 og hina garmana.
Vilhjálmur Óli Valsson, 25.1.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.