7.2.2008 | 17:49
Æfingar
Vorum á æfingu á TF-EIR á þriðjudaginn sl. Það var verið að byrja þjálfun á tveimur nýjum flugmönnum. Þetta var þeirra fyrsta flug og var áætlað að fljúga austur fyrir fjall og taka lendingaræfingar á Bakkaflugvelli, á Vestmannaeyjaflugvelli og Selfossflugvelli. Þegar við vorum að leggja í hann kom fyrirspurn um hvort við gætum svipast um eftir nokkrum hrossum sem höfðu hlaupist undan eigendum sínum upp á fjallið Þríhyrning í Fljótshlíð. Nú er það þannig að okkur í áhöfn þyrlnanna er ekki heimilt að tjá okkur um störf og verkefni okkar en í ljósi umræðu síðustu daga þá ætla ég að taka áhættuna og segja frá þessu. Þetta gerði æfinguna betri að vissu leyti, nýju flugmennirnir fengu aukna staðháttarþekkingu og Andri fékk lendingu á óhefðbundnum stað, þ.e. við félagsheimilið Goðaland. Aldrei stóð til að fara í neina smalamennsku en hrossin brugðust þannig við yfirfluginu að þau fóru á stökki niður snarbratta fjallshlíðina og á þann stað að hægt var að sækja þau með góðu móti. Þetta endaði semsagt á því að vera stórskemmtilegt æfingaflug.
Að öðru leyti ætla ég ekkert að tjá mig um neitt er varðar þetta flug frekar en önnur sem ég hef farið og mun fara í en tek það fram að mínar skoðanir endurspeglast af starfsferli mínum og ef menn vita það ekki þá er ég stýrimaður og hef starfað á sjó, meira og minna síðan 1987.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Villi. Gaman að kíkja til þín hérna.
Ætla ekki að kommentera á þetta, eðli málsins samkvæmt, enda afar hlutdrægur hehehe.
Einar Örn Einarsson, 8.2.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.