12.2.2008 | 14:15
Aftur á sjóinn!
Það eru fréttir af mér. Ég mun taka 6 vikna pásu úr fluginu og skella mér einn túr á danska varðskipið Vædderen. Þetta er hluti af samvinnuverkefni Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar. Munum við eyða einum túr þarna um borð ég og Rögnvaldur háseti á Tý. Munum við vera á Grænlandsmiðum þennan tíma og enda túrinn á sameiginlegri æfingu með US coast guard í Boston.
Við förum á sunnudaginnn og áætlum að koma aftur í kringum 27. mars. Ég veit ekki hvernig nettengingarnar eru um borð en ég reyni að setja eitthvað inn.
Vona bara að Beggu gangi vel að hafa hemil á ungunum á meðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá ykkur. Ég óska ykkur bara góðrar og semmtilegrar ferðar. Hvað varðar nettengingar hjá þeim þá halda þeir úti heimasíðu http://www.f359.dk/ að öðruleiti veit ég svo sem ekki hvernig staðan er á því hjá þeim.
Guðmundur St. Valdimarsson, 14.2.2008 kl. 09:39
Takk fyrir þetta Gummi. Ég var að fá þær upplýsingar að það er 256 kb tenging, nóg fyrir póst og msn en ekki mikið meira en það. Ég reyni að setja eitthvað skemmtilegt inn eftir því sem kostur er.
Vilhjálmur Óli Valsson, 14.2.2008 kl. 19:32
Já glæsilegt framtak ..loksins fær Röggi að fara túr á Danska .... Góða ferð félagar. Lifi Lýðveldið
Gísli Torfi, 14.2.2008 kl. 22:38
Ok þá er nú ástandið ekki alslæmt hjá okkur því ég er kominn með 2 mb inn í klefa til mín. Já það verður gaman að fylgjast með ykkur. Ef þú getur sendu mér MSN-ið þitt á (hjá)lhg.is netfangið mitt, ég sendi þér mitt. En og aftur eigið góða og skemmtilega ferð.
Guðmundur St. Valdimarsson, 14.2.2008 kl. 23:53
Min kjære ven og kollege Villi.
Ha god fornojelse der ude.
Kjærligste hilsner til Röggi.
Vi her på flagskibet i Islandske flåden er nu ude på det store hav og vakter vores kjære område.
Vi siger hej til dronningen og mandskapet på det kongelige skib Vædderen.
Med venligste hilsner.
Einar Örn Einarsson 2. officer og de andre som sejler på c/v TÝR.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.