29.2.2008 | 13:39
Með Dönum við Grænland
Jæja er ekki best að leyfa fólki aðeins að vera með í þessu. Tengingin hér um borð í HDMS Vædderen / F359 er að vísu ekki upp á marga fiska eða 512 kb og verður það að duga fyrir alla þá 56 sem eru í áhöfn skipsins og svo starfsemi skipsins líka. En látum vaða samt.
Byrjað var að þjálfa áhöfnina í öllum mögulegum verkefnum fyrstu 3 daga ferðarinnar og var það barasta gert í bakgarði okkar, Faxaflóa. Ekki byrjaði þetta vel hjá mér en ég gleymdi rafmagnssnúrunni fyrir tölvuna og ekki er hægt að lifa án hennr. En sem betur fer hefur maður sambönd og snillingarnir í flugdeildinni komu í heimsókn á TF-EIR og færðu mér kapal svo hægt væri að skrásetja það sem framundan var og setja myndirnar á vísan geymslustað. Þá var haldið á Grænlandssund þar sem skoðaðir voru nokkrir rækjutogarar sem voru að veiða langt inn í ísnum sem þarna er.
Það gat verið erfitt að komast á milli í ísnum.
Þá var mér boðið af skipherranum með í útsýnisflug yfir austurströnd Grænlans og var flogið yfir Angmagssaliq og Kulusuk og nágrenni, alveg hreint stórkostlegur túr.
Kulusuk.
Eins og sést þá er Kulusuk bara smábær, þetta eru nánast öll húsin í bænum og það má segja það sama um alla þá bæi sem ég hef séð hérna en þeir eru: Angmassaliq, Kulusuk, Narssarsuaq, Grönnedal og svo erum við núna í höfuðborginni Nuuk en hér búa um 70% fólksins á Grænlandi.
Eftir að hafa komið á þessa staði þá kann ég betur að meta okkar litla land og hversu gott við höfum það þar. Á sama tíma dáist ég af fegurð þessa lands og dáist að hörku þeirra sem byggja það. Það er alveg örugglega ekki öllum gefið að búa við þessar aðstæður, allt ísi lagt og til að komast ferða sinna verða menn að hafa snjósleða, fjórhjól eða hundasleða. Svo er líka SKÍTAKULDI á þessum slóðum, meðalhitastigið er búið að vera í kringum 15 gráður í mínus. Og trúið þið mér það er ekki neitt sérstaklega gott fyrir eyrun eða þá hluta líkamans sem ekki eru huldir fatnaði.
En þar sem það er búið að taka mig góðan part úr deginum að setja þetta inn þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni og mun ég ekki setja fleiri myndir inn fyrr en ég er kominn heim aftur en þar er úr nægu að velja, þetta verða væntanlega eitthvað um 1000 myndir sem teknar eru í ferðinni.
Bestu kveðjur til ykkar sem lítið hérna inn úr grænlenskum fimbulkulda.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Sællaður og blessaður
Stórkostleg myndin af Kulusuk.Sýndi Kristberg myndina og viðbrögðin voru haaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa .Já honum fannst þetta svolítið skrýtið.Haltu áfram að hafa það gott og gaman.
Kveðja Begga.
Berglind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:55
Flottur pistill ,, það þarf hetjur til að byggja þetta land ,, Þótt þarna sé paradís náttúruunnenda ,, Þessi ferð þín er eflaust dýrgripur í fjársjóði góðra minninga,, Hafðu góða framtíð !!
Bimbó (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:44
Frábær pistill. Endilega haltu áfram að skrifa, þótt þú getir ekki sett inn myndir. Þú getur skrifað í Word og svo bara copy/paste hingað yfir, þú sparar óhemju tíma við það á slakri tengingu. Annars er það af okkur að frétta að við vorum að koma úr hinni áttinni með alla brúsa fulla :-). Leiðindar veður búið að vera hérna að undanförnu. MSN-ið liggur niðri hérna einhverra hluta vegna. Hlakka til að lesa næsta pistil frá þér. Bið að heilsa öllum sem ég þekki um borð.
Kveðja Gummi bátur
Guðmundur St, Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.