Bíóferð og fleira skemmtilegt.

Ég gerði svolítið merkilegan hlut á föstudaginn sl. Ég skellti mér í bíó og sá úrvalsmyndina American Gangster. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég hef ekki farið í bíó, nema til að sjá barnamyndir, síðan Hringadróttinssaga-Hilmir snýr aftur var í sýningu OG ég skellti mér með 2 nýjum dönskum vinum mínum í bíóhúsið í NUUK.

Það verður að segjast að það var svolítið öðruvísi að fara í bíóhús þarna, við vorum svolítið snemma í því, keyptum okkur miða, sem til talsverðrar undrunar var ódýrari en á Íslandi, hann kostaði 60 krónur danskar eða um 800 krónur íslenskar. Hins vegar vorum við heppnir með mynd því aðeins ein sýning er á kvöldi og hver mynd aðeins sýnd í 5-10 daga. Það er stór og fínn salurinn í þessu húsi með þægilegum sætum og eru þau númeruð og fær maður að velja sér sæti þegar miðinn er keyptur, eitthvað sem mætti alveg taka upp heima. Það var MJÖG þægilegt að geta sest niður og horft á eina mynd á þess að ljósin væru kveikt og allir ryddust út með hávaða og látum til að bæta í poppskálarnar sínar því ekkert var hléið til að angra fólk.

Það var samt annað sem angraði mig. Innfæddir, þ.e. Grænlendingar voru á stanslausu rápi út og inn til að gera eitthvað sem ég ekki veit hvað er, en þetta byrjaði strax og auglýsingar voru að baki og hélt áfram alveg fram að lokaatriði myndarinnar. Þetta þótti mér merkilegt og skrýtið að sjá því ég er nú þannig að þegar ég fer í bíó þá fer ég til að halla mér aftur og njóta myndarinnar.

Eftir myndina þegar klukkuna var farið að halla í miðnætti gengum við í gegnum miðbæinn og skoðuðum mannlífið eftir því sem kostur er, en það var komið um 18 stiga frost og reyndum við því að ganga frekar rösklega áleiðis að skipinu, en höfnin er í um 25 mínútna göngufæri frá téðum miðbæ.

Þetta var skemmtileg upplifun og gaman að sjá aðeins öðruvísi hegðunarkúltúr en er heima, hér kunna allir að bíða þolinmóðir í röð eftir að að þeim komi og ekki varð ég var við leiðindi í bænum, einstaka fullur einstaklingur á ferðinni, en almennt virtist fólk hafa það gaman á föstudagskvöldi í NUUK og er ég einn af þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Alltaf gaman að fara í bíó:) Voru þeir bara ekki að fara út að reykja???  18 stiga frost bbbrrrrrr.  Kvitt til þín, kv Lilja Björk

Lilja Björk Birgisdóttir, 4.3.2008 kl. 10:45

2 identicon

Í bíó ertu ekki orðinn of gamall í það ?En þeir þurfa að fara oft út til að passa að hundasleðarnir séu en í  réttu stæði þeir eru víst aldrei á sama stað.Danskir vinnir já sæll, er það bara svona já nýir vinir og alt

Sævar M (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Gísli Torfi

Gott að þú hafir sloppið í skipið óskaddaður ..Páll Egilsson fór eh tímann til Grænlands og þar voru menn bara með haglarann tilbúinn eftir 3-4 bjóra ..

Bið að heilsa Rögnvaldi Kr.

vona að þið hafið það sem allra best ..  

Gísli Torfi, 4.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband