Hvers vegna?

Hvers vegna er þetta að gerast? Jú líklega er einföld skýrirng á því, nefninlega efnahagsstefna ríkisstjórnar og seðlabankans er eina raunhæfa skýringin á þessu.

Það er nefninlega þannig að á meðan við búum við verðtryggingu sem gerir ekkert annað en að núlla áhættu útlánastofnana og svo vaxtastefnu seðlabankans (Davíðs), þá getum við, hinn almenni skuldari, ekki annað en farið hægt og rólega í þrot. Hvernig stendur á að við lifum við 8-12% verðbólgu í dag og lausnin er að hækka vexti svo að við erum að greiða af íbúðalánum ca 15-18% vexti???

Svo eru menn að kvarta yfir yfirdráttarlánum. Ég veit það bara að mín lán hækka umtalsvert um hver mánaðarmót og eignahluti minn í íbúðinni er að færast smám saman yfir til banka allra landsmanna og ef spá Davíðs um 30% lækkun íbúðaverðs gengur eftir þá fer bannkinn væntanlega fram á að ég greiði lánið hraðar niður eða fer fram á nauðungarsölu.

Burt með verðtryggingu og borgum eðlilega 8-9% vexti af íbúðalánum. Þetta er sjálfsögð krafa til stjórnmálamanna og fjármálafyrirtækja, en við rekum okkur á það á hverjum degi að stjórnmálamennirnir eru í starfi fyrir fjármálageirann en ekki hinn almenna borgara.


mbl.is Fleiri nauðungarsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það er nú ekki hægt að kenna efnahagsstefnunni um allt.  Það er stór hópur ungs fólks sem aldrei hefur kynnst alvöru verðbólgu eða samdrætti og kann hreinlega ekki að spara - það er einfaldlega ekkert skrýtið að þessi hópur lendi í vandræðum.

Púkinn, 20.4.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Rétt er það að ekki er hægt að kenna efnahagsstefnunni um allt, en ég vísa í pistil á þinni síðu þar sem þú finnur þessari stefnu allt til foráttu gagnvart fyrirtækjum. Þar af leiðandi verð ég að álíta að þú sért launagreiðandi en ekki launþegi. Ég hef verið launþegi síðan á 16. aldursári og búinn að standa í lífsbaráttunni síðan fyrir þjóðarsátt og þekki því aðeins til.

Það þarf ekki háskólamenntaða viðskiptafræðinga til að sjá að kaupmáttur hefur ekki aukist þegar neysluvísitala hefur hækkað um 23% á samningstíma á meðan laun hafa hækkað um 10,8% eins og í mínu tilfelli.

Ég fullyrði að það er ekki vankunnáttu minni í sparnaði um að kenna.

Vilhjálmur Óli Valsson, 20.4.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband