13.5.2008 | 22:19
Kynjamismunur - aldrei meiri í knattspyrnu
Ég bý svo vel að mágkona mín spilar með Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna. Þetta þýðir það að ég fer oftar á völlinn að horfa á stelpurnar spila en strákana.
Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, en þar sem við hjónin erum oftar en ekki bundin heima á leikdögum eins og í kvöld, þá ætlar maður að reiða sig á fjölmiðlana. En bíddu nú við, það bara gerist ekki neitt, hvorki á vefmiðlum né á vef KSÍ.
Mbl.is hreykir sér af umfjölluninni, Landsbankinn hreykir sér af umfjölluninni sem borgað er fyrir en ekkert gerist. Nú kl. 2125 er ekkert komið á upplýsingaborða Landsbankadeildarinnar um úrslit kvöldsins, þó að staðfest úrslit hafi komið kl 2115 á úrslitaþjónustuna.
Á sama tíma er bein lýsing frá öllum leikjum í karladeildinni. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa vitleysu og mismunun, það vita jú allir að kvennaknattspyrnan er mun framar en karlaknattspyrnan á alþjóðavettvangi.
Ég skora á fjölmiðla, Landsbankann og knattspyrnuforystuna að taka sig á í þessum efnum.
KR vann nauman sigur í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
- Verst að vita ekki hvenær þetta endar
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Athugasemdir
Þarna get ég verið sammála þér. Það er skammarlegt hvað kvennaknattspyrnan er lítið til umfjöllunar á Íslandi miðað við hvaða árangri stelpurnar eru búnar að ná. Ef karlalandsliðið næði álíka árangri myndi allt verða vitlaust.
Steinn Hafliðason, 13.5.2008 kl. 23:02
Sæll Villi minn, stelpu eða stráka bolti eiga að fá jafna umfjöllun,Víst verið er að fjalla um þetta sport á annað borð. Annars er ég kominn heim ef þú vilt kaffi og xxxx.
sævar már magnúss, 14.5.2008 kl. 15:24
Það er gott að maður er ekki einn um að hafa þessa skoðun.
Takk fyrir það Sævar, ég verð hins vegar ekki á ferðinni á norðurlandi fyrr en á föstudegi eftir verslunarmannahelgi, það er nánast öruggt að þú verður ekki heima þá, þ.e. ef allt er eðlilegt
Vilhjálmur Óli Valsson, 14.5.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.