14.5.2008 | 16:52
Eftirlaun fyrir aumingja eða hvað?
Það má alveg spurja þessarar spurningar eftir viðtöl og yfirlýsingar pólitíkusa undanfarin misseri.
Geir Haarde segir að þetta sé vegna þess að pólitíkusar fái ekki vinnu nema hjá hinu opinbera eftir þingmennsku!!! Einmitt, það hefur líka sýnt sig að ráðningar á pólitíkusum hjá hinu opinbera hefur hrunið eftir að eftirlaunalögin tóku gildi. Guðmundur Árni, Tómas Ingi og Davíð eru auðvitað bestu dæmin um það.
Hitt er annað mál að mér hefur nú ekki sýnst að menn hafi átt í erfiðleikum með að fá vinnu eftir þingmennsku og setu í ráðherrastól, Jónar Sigurðsynir (Alþýðuflokkur og Framsókn) og Árni Magnússon, svo nefnd séu dæmi, eru allavega í vinnu síðast þegar fréttir bárust.
Ég hef ALDREI heyrt af pólitíkus sem hefur farið á atvinnuleysisbætur eftir að hafa fallið af þingi og óska eftir að dæmi um slíkt verði sett hér í athugasemdir.
Hitt er annað mál að ALLIR þingmenn og ráðherrar eru sammála, a.m.k. opinberlega, að þessu þurfi að breyta til að lægja óánægjuraddirnar í samfélaginu. En ef það er raunin, afhverju er þá ekki búið að breyta lögunum. Er von að maður spyrji. Einfaldasta skýringin er sú rétta, það vill enginn breyta þessu.
Pólitíkusar landsins, standið einu sinni upp, sýnið heiðarleika og viðurkennið græðgi ykkar og aumingjaskap í þessu máli.
Vilja breyta eftirlaunalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
Íþróttir
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
Athugasemdir
Hehe þeir geta ekki verið á skrá, þá þurfa þeir að sína fram á að þeir séu að leita að vinnu.
sævar már magnúss, 14.5.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.