Hverju varð hann vitni að?

Það var nefninlega það.

Ég leyfði mér að horfa á leikinn þrátt fyrir að vera ekki neitt sérstaklega bjartsýnn. Það verður að viðurkennast að íslenska liðið var arfaslakt allann tímann á öllum sviðum handboltans nema kannski Hreiðar Leví. Hvað er málið þegar menn láta verja víti eftir víti frá sér. Ég veit að það eru klassamarkmenn að spila þessa leiki en þetta er af 7 metra færi og okkar menn eiga ekki að vera neinir byrjendur í boltanum. Er þetta einbeitningaleysi eða eru menn bara ekki betri en þetta. Ég skil ekki svona klúður.

Tölum svo aðeins um þessi komment hans Gumma. Það voru varin eitthvað innan við 10 skot, við fengum á okkur 34 mörk og skoruðum áðeins 2 mörk úr hraðaupphlaupum. Og þjálfarinn heldur að vörn og markvarsla séu í góðu lagi. Markvarslan var í lagi hjá Hreiðari en það er ótrúlegt að verja 18 skot en andstæðingarnir skora samt 34. Það þýðir einfaldlega það að enginn var í vörninni.

 Kommon Gummi, þú veist betur, vertu maður og viðurkenndu það sem er að. Við sáum nefninlega liðið fá á sig einhver 70 mörk í 2 leikjum og svo fengum við 26 mörk á okkur frá Argentínu, sem kann ekki einu sinni handbolta.

Þú ert EKKI  á réttri leið Gummi, þessi 3-2-1 vörn er eitthvað sem strákarnir eru ekki að ráða við og markverðirnir okkar eru oftar en ekki eins og byrjendur bakvið þessa vörn (gleðileg undantekning í dag). Ef þú getur lagað þetta fyrir morgundaginn þá förum við til Peking, annars komum við með skottið á milli fótanna heim en það er í góðu lagi, þú hefur sjálfsagt skýringar á reiðum höndum í því tilfelli.

Miðað við þessa leiki gegn Argentínu og Póllandi, spái ég 6-10 marka tapi gegn Svíum.


mbl.is Sóknarleikurinn brást í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband