9.7.2008 | 12:46
Ég er enn á lífi!
Maður er búinn að vera svo latur við að blogga að það hálfa væri nóg. Ég er búinn að vinna talsvert undanfarið og má ekki líka segja að fólk hafi gott af smá tölvufríi í þessari veðurblíðu sem búin er að herja á okkur.
En annars hefur eitt og annað gerst í blogghléinu. Ég skrapp t.d. til Færeyja 18.-20. júní, var þar í vinnuferð, tengt alþjóðafiskveiðieftirliti (vá hvað þetta er eitthvað langt orð). Þar upplifði ég að keyra megnið af vegum Færeyja, fór frá flugvellinum í Vågum til Klaksvikur og gisti þar á sjómannaheimilinu í tvær nætur áður en keyrt var til baka og flogið heim. Í Færeyjum var skýfall allan tímann. Það rigndi eldi og brennisteini og vatni frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Stórskemmtilegt alveg og fullvissaði mig um að það er hárrétt ákvörðun að hafa aldrei íhugað að flytja til þessara nágrannaeyja okkar.
Næstu tvær helgar var ég svo á þyrluvakt og fór m.a. í nokkur skemmtileg æfingaflug. Eitt það skemmtilegasta flug sem ég hef farið í var laugardaginn 28. júní en þá fórum við yfir Surtsey og þaðan yfir Heimaey þar sem Kristberg, mitt elsta barn, var að keppa á Shell mótinu, knattspyrnumoti 8-10 ára stráka. Að sögn viðstaddra vakti þetta yfirflug talsverða lukku, en við máttum passa okkur á að vera ekki of lengi yfir svæðinu þar sem strákarnir sem voru að keppa á þessum tímapunkti voru farnir að horfa meira upp í loftið en á boltann. Þaðan fórum við svo upp í Landmannalaugar þar sem við tókum eina fjallabjörgunaræfingu og flugum svo eftir Jökulgilinu. Þetta gerðist allt í frábæru veðri og var einn af hápunktum sumarsins hingað til.
Svo er búið að standa í kjarasamningabrölti en það er yfirstaðið, þ.e. ef undirritaður samningur verður samþykktur. Aldrei þessu vant þá gengu samningar hratt fyrir sig enda kannski ekki mikið í boði meðan ástand þjóðfélagsins er eins og það er.
Eftir þetta hefur verið hefðbundin rútína nema að því leyti að börnin eru öll komin í sumarfrí og því kannski ekki skemmtilegt fyrir þau, ekkert hægt að fara eða gera þar sem karlinn er í vinnu og fær ekki frí fyrr en í ágúst. Við ætlum reyndar að leysa það með því að framlengja fríi krakkana og fara í einhverja reisu norður fyrripart ágúst.
Þetta er búið að vera góður kafli undanfarið, bæði veðurfarslega og eins hefur verið lítið að gera hjá okkur á þyrlunni, nema í æfingum og það er kannski það besta.
Ég vona að þið séuð búin að njóta sumarsins og að þið gerið það áfram.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll elsku frændi!
Já það er gott að það sé lítið að gera hjá þér í vinnunni (þyrlunni) það er nóg samt.
Færæjar jamm það er náttúrulega sér þjóðflokkur útaf fyrir sig sko. Tengdó er samt að fýla að ferðast þar en æææjj alltaf þoka eða rigning eða bæði. Hefðir átt að senda mér smá ringingu norður það vantar vatn hér sko tún farin að brenna vegna þess að ringingin er í Færeyjum hehehe...... Nú annars er fínt búið að vera hér þó að veðrið sé aldrei eins og maður vill þegar manni hentar sko. En í dag er brakandi þurrkur sem er svona frekar sjaldséð þetta sumarið enn sem komið er (hér allavega)
Já það er bara basl að eiga fullt af börnum og þurfa að sjá um allan pakkann einn (eða þannig) því makinn er alltaf að vinna. Litla skottan er sko farin að hafa vit á ef kallinn er ekki heima. Og vill hann bara heim takk í mat og allan pakkann.
Sólarknús á ykkur og kannski við sjáumst í ágúst ......hver veit.
JEG, 9.7.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.