9.7.2008 | 23:11
Sigurvegari kominn heim
Ég bara verð að monta mig aðeins. Kristberg Óli fór til Vestmannaeyja í 4 daga í lok júní til að keppa á Shellmótinu sem er knattspyrnumót fyrir 6. flokk eða 8-10 ára gutta. Kristberg spilaði með liði 4 hjá HK eða D-liðinu eins og það hefur heitið í gegnum knattspyrnusöguna.
Það er skemmst frá því að segja að strákarnir í liði 4 hjá HK stóðu sig eins og hetjur, þrátt fyrir sjóveiki á útleið og erfiðan fyrsta dag þar sem hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá þeim.
Strákarnir héldu áfram að hafa gaman að hlutunum og uppskáru á endanum þar sem þeir unnu lið 5 hjá ÍBV í úrslitaleik um Heimaklettsbikarinn og komu því með dollu heim til að setja í skápinn í Fagralundi.
Hér er Kristberg Óli með dolluna.
Og dollan fer á loft.
End mont
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Val Kilmer látinn
- Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
- Hvar voru Brooklyn og Nicole?
- Fyrrverandi kærasta Andrésar komin með nóg af lygum
- Eiginkona Brosnan frumsýndi myndarlegt þyngdartap
- Rifjar upp eitt mesta hneyksli í kringum Beckham-hjónin
- Fetaði í fótspor föður síns
Athugasemdir
Geggjað frændi. Til hamingju með þetta.
Það er sko í góðu lagi að monta sig þegar það á við. Og þetta er sko tilefni til að monta sig. Ekki slæmt að eiga svona kappa í ættinni.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 9.7.2008 kl. 23:31
Kongrats með soninn þinn....full ástæða til að vera montinn af svona góðum árangri. Þetta er örugglega bara byrjunin á því sem koma skal hjá honum:)
Kolbrún Jónsdóttir, 10.7.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.