2.8.2008 | 13:36
Gleði og hamingja
Það er kominn tími til að setja upp sparibrosið. Ég er kominn í sumarfrí!!!! Húrra, loksins, loksins segi bæði ég, frúin og ekki síður börnin. Pabbi getum við þá farið ÖLL saman í sund og gert eitthvað skemmtilegt? fékk ég frá einu af börnunum í gær!!
Ójá það held ég nú. Það er búið að slökkva á vinnusímanum og verður ekki kveikt á honum aftur fyrr en 1. september.
Veislan byrjaði strax í gær, Kristberg Óli, mitt elsta barn, átti 9 ára afmæli og fékk hann því að ráða ÖLLU því sem gert var í gær, þ.e. eftir að ég kom úr vinnunni um hádegisbil. Eftir að hann var vakinn með pökkum þá heimtaði hann að fara í húsdýragarðinn og fór familían þangað í aldeilis frábæru veðri og áttum þar stórkostlegan tíma, bæði vegna þess að langt er síðanvið gerðum eitthvað öll saman og vegna þess að mjög fáir voru í garðinum og þurfti því ekki að standa í neinum biðröðum og/eða troðningi.
Þetta var góð byrjun á fríi og vonandi verður allur þessi mánuður í þessum gæðaflokki. Berglind er að vísu að vinna fram á fimmtudag en á föstudag leggjum við land undir fót og skellum okkur norður í Fnjóskadal þar sem við ætlum að vera í bústað í viku og svo í heimsókn í 2-3 daga til Húsavíkur.
Njótið þið helgarinnar og farið varlega í öllum ferðum og gjörðum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
Athugasemdir
Til lukku með að vera kominn í frí.
Já og til hamingju með gaurinn. Svakalega líður tíminn hratt usss það segir okkur hluti sem við förum að hætta að vilja vita. (aldurinn okkar)
Litla skottan semsagt orðin hress? Vona það.
Sjáumst kannski í næstu viku. KNús og klemm á ykkur kæra familý.
p.s. Ja sko þegar maður er ekki að vinna úti þá er maður mikið inni og cillar við tölvuna stundum og les blogg vítt og breytt. Þá finnur maður eitt og annað sniðugt sem gott er að grípa í þegar hausinn er tómur allavega spaugilega hliðin í hausnum.
JEG, 2.8.2008 kl. 15:06
Njóttu félagi
Kveðja úr Skagerak
Einar Örn Einarsson, 2.8.2008 kl. 15:10
Kveðja til ykkar héðan úr úthafinu
Guðmundur St. Valdimarsson, 2.8.2008 kl. 17:50
Sæll og blessaður. Njóttu lífsins með liðinu þínu. Bið að heilsa
Kristjan Gudmundsson (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.