12.10.2008 | 10:48
Auðvitað
Það hlaut að koma að því.
Þetta er bara fyrsti tónn í væli vinnuveitanda. Það kemur á daginn að það eru skurðgrafarnir, þ.e. hinn almenni verkamaður sem mun koma til með að borga alla súpuna. Þessir karlar (og konur) sem sitja í stjórn fyrirtækja sjóða virðast ekki kunna neitt annað en að segja að ræfillinn sem hefur 150 þúsund á mánuði er að sliga þjóðfélagið.
Á sama tíma situr þetta fólk í fjölda stjórna og ráða og þiggur laun á mörgum vígstöðvum. Hvað skyldi Helgi Magnússon t.d. vera með í laun og ætli hann sé tilbúinn að fara í sama launaflokk og 90% af því verkafólki sem hann er að tala um er á? Nei ætli það, en það setur samfélagið endanlega á hausinn að hækka 150 þúsund kallinn um 4500 krónur á mánuði. Seðlabankastjóri talaði á sama hátt í síðustu viku þegar hann sagði að nú þyrfti að endurskoða kjarasamninga. Hann getur það, hann hefur ekki tapað eftirlaununum sínum og hann er ennþá með 15 milljónir (a.m.k.) í árslaun.
Ég held að SA og SI ættu frekar að einbeita sér að kenna félagsmönnum sínum grunninn í viðskiptafræði, þ.e. að ekki er ráðlegt að hafa útgjöld hærri en tekjur. Það er a.m.k. þannig í mínum heimilisrekstri að þegar ég stend ekki við skuldbindingar mínar þá kemur það mjög fljótlega í hausinn á mér aftur.
Það er kominn tími til að vinnuveitendur axli sína ábyrgð og viðurkenni að slæmur rekstur er ekki launþegunum að kenna.
Varar við innistæðulausum launahækkunum á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Já það er meira ástandið í þessu landi. Annars er ég nú lítið búin að fylgjast með þessu þar sem maður hefur verið á kafi í sínum eigin fjármálum og fjárdrætti.
Kveðja úr sveitinni þar sem alltaf er nóg að gera.
JEG, 12.10.2008 kl. 22:24
Það var mikið að þú komst aftur.Merkilegt i þessu bankamáli að laun stjórana eru ekki gefin upp og eru þeir þó starfsmenn hjá ríkinu eins og við....
Sævar M M (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.