Auðvitað

Það hlaut að koma að því.

Þetta er bara fyrsti tónn í væli vinnuveitanda. Það kemur á daginn að það eru skurðgrafarnir, þ.e. hinn almenni verkamaður sem mun koma til með að borga alla súpuna. Þessir karlar (og konur) sem sitja í stjórn fyrirtækja sjóða virðast ekki kunna neitt annað en að segja að ræfillinn sem hefur 150 þúsund á mánuði er að sliga þjóðfélagið.

Á sama tíma situr þetta fólk í fjölda stjórna og ráða og þiggur laun á mörgum vígstöðvum. Hvað skyldi Helgi Magnússon t.d. vera með í laun og ætli hann sé tilbúinn að fara í sama launaflokk og 90% af því verkafólki sem hann er að tala um er á? Nei ætli það, en það setur samfélagið endanlega á hausinn að hækka 150 þúsund kallinn um 4500 krónur á mánuði. Seðlabankastjóri talaði á sama hátt í síðustu viku þegar hann sagði að nú þyrfti að endurskoða kjarasamninga. Hann getur það, hann hefur ekki tapað eftirlaununum sínum og hann er ennþá með 15 milljónir (a.m.k.) í árslaun.

Ég held að SA og SI ættu frekar að einbeita sér að kenna félagsmönnum sínum grunninn í viðskiptafræði, þ.e. að ekki er ráðlegt að hafa útgjöld hærri en tekjur. Það er a.m.k. þannig í mínum heimilisrekstri að þegar ég stend ekki við skuldbindingar mínar þá kemur það mjög fljótlega í hausinn á mér aftur.

Það er kominn tími til að vinnuveitendur axli sína ábyrgð og viðurkenni að slæmur rekstur er ekki launþegunum að kenna.


mbl.is Varar við innistæðulausum launahækkunum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er meira ástandið í þessu landi.  Annars er ég nú lítið búin að fylgjast með þessu þar sem maður hefur verið á kafi í sínum eigin fjármálum og fjárdrætti.

Kveðja úr sveitinni þar sem alltaf er nóg að gera.

JEG, 12.10.2008 kl. 22:24

2 identicon

Það var mikið að þú komst aftur.Merkilegt i þessu bankamáli að laun stjórana eru ekki gefin upp og eru þeir þó starfsmenn hjá ríkinu eins og við....

Sævar M M (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband