19.10.2008 | 13:10
Slátur
Í annað skipti síðan við hjónin hófum búskap var tekið slátur. Í þetta sinn voru tekin 5 slátur og keyptar svo auka 3 vambir til að gera meira af lifrarpylsu. Það verður að segjast að þetta er svolítið tímafrekt í undirbúningi en er samt miklu minna mál en ég hélt.
Fékk ég móður mína til að sníða fyrir mig vambirnar sem ég fór svo með heim og hjónakornin saumuðu svo saman á kvöldin eftir að börnin voru komin í svefn og var þessu dreift á 3 kvöld þar sem vinnuplanið bauð ekki upp á að gera allt í einum rykk. Var hráefnið svo allt hrært saman og sett í vambirnar undir öruggri handleiðslu mömmu, en sá háttur var hafður á til að gamlir vinnuferlar og uppskriftir glatist ekki en þetta tilbúna slátur er einfaldlega ekki mjög gott miðað við það sem heima er gert. Það vantar t.d. allan mör í slátrið í dag og svo setjum við rúsínur í blóðmörinn en það gefur skemmtilegt auka bragð.
Þetta er fín búbót, 5 slátur gefa um 10-12 máltíðar og kostar um 5 þúsund kall og svo er bara skemmtilegt að vinna þetta. Ég hlakka til þegar krakkarnir verða aðeins stærri og geta tekið þátt.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já kallinn minn er alltaf að væla um að taka slátur. Úfff boring. En jú það stóð til í fyrra en enginn tími. Núna verður sennilega stokkið í það. En veistu þetta er matur sem ég get nú vel lifað án og það lengi sko. Rúsínur hvað er þetta með suma og rúsínur ??? Það þarf að troða þessu í allt.....punga.....jólakökur o.s.frv.
En jú ódýrt og börnin eru hrifin en ég á nú kannski heldur ekki að borða þetta þar sem ég er svo há í járni og þetta er járnaukandi. En heimagert slátur er 100x betra en þetta búðardæmi sko fyrir utan það að gerfivambir skemma dáldið finnst mér. Annar notar tengdó bara vitavarp og virkar vel. Svili minn var gáttaður á gæðum slátursins en málið er að það fer jú ekkert úr keppnum og er því allt innihald með öllu sínu bragði.
Kveðja úr sveitinni
JEG, 19.10.2008 kl. 16:50
Slátur er frábær matur. Við höfum notað grisju á hluta af blóðmörnum, en það er ekkert mál, og í ár notaði pabbi sellófan-plast í staðinn fyrir vömb á hluta af þessu, og það gekk mjög vel upp. Hann kom með þessa hugmynd að austan (skrapp í aðrar göngur í Vopnafjörðinn). Þetta er mikill vinnusparnaður og gerir þetta svo einfalt. En það slær ekkert við vel súru slátri, og það þarf að sjálfsögðu að vera í vömb, enda er hún svo góð súr.
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:48
Já og slátur súrnar ekki nema í alvöru vömb.
JEG, 20.10.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.