25.10.2008 | 14:01
Það var einmitt svo.
Auðvitað er þetta ekki þér að kenna Björgólfur minn. Þú ert núna, sem stundum áður, fórnarlamb siðspilltra og vanhæfra stjórnmálamanna er það ekki??
Þessir vanhæfu menn gáfu þér Landsbankann með óstjórn sinni og ætli það sé ekki fyrsta skrefið sem varð til þessa hruns sem er í gangi. Ég gæti sem best trúað því. Það er örugglega vegna 63 sálna á þingi sem þú steyptir Landsbankanum í mörg hundruð milljarða skuld sem ég þarf að greiða hluta af núna.
Segðu okkur þá annað, svona fyrst þú ert byrjaður að grenja yfir þessari óréttlátu meðferð karlinn minn, hvert fóru allir peningarnir sem lagðir voru inn á Icesave í Bretlandi?? Getur verið að þú, sonurinn og einhverjir útvaldir viðskiptafélagar hafi fengið breskan sparnað greiddan beint inn á prívatreikninga svo lúxuslífið geti haldið áfram? Þetta eru bara litlar spurningar sem koma upp í kollinn. Það getur verið að ég sé bara svona illa gefinn, en það lítur bara út fyrir að þú og þínir félagar séu bara ótýndir þjófar og sá stimpill mun verða á sínum stað á meðan ekki koma trúverðugar skýringar frá ykkur eða þið sýnið þann manndóm að koma með allar eigur ykkar, afhenda þær ríkinu(almenningi) og biðjast opinberlega afsökunar á hátterni ykkar og gjörðum.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var sem mig grunaði, viðtalið snýst eingöngu um hvernig þetta er öllum öðrum að kenna.
Hann fékk nægan hagnað og fjárstreymi í öðrum gjaldmiðlum. Krónan var bara brot af því. Og ég segi það sama og þú. Hvar eru þessir peningar sem t.d. 300.000 manns lögðu inn hjá honum í UK?
Halla Rut , 25.10.2008 kl. 14:13
Meeeee og ég stunda mín eigin fjármál
Kveðja úr sveitinni og knús á línuna.
JEG, 25.10.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.