9.12.2008 | 10:52
Hvernig á að mótmæla?
Það er best að varpa einni sprengju inn í umræðuna.
Fyrir það fyrsta þá er ekki sama hvernig er mótmælt. Eins og ég hef sagt áður, þá mun það aldrei bera árangur að fara fram með lögbrotum og ofbeldi. Hverju mun það t.d. skila að slást við háaldraða þingverði eða þrautþjálfaða lögreglumenn? Fólk verður að fara að átta sig á því að einu marktæku mótmælin eru í orði, aðhaldi og síðast en ekki síst í kjörklefunum í kosningum. Þá fær fólk tækifæri á að koma ríkisstjórninni frá.
Hvað segja skoðanakannanir núna? Jú að ef kosið er þá yrðu að öllum líkindum sömu flokkar í ríkisstjórn, að vísu með breyttu hlutfalli, en á endanum með sama fólkinu.
Hitt er svo annað mál, hverjir eru að mótmæla? Eru þetta ekki skólakrakkar sem búa í foreldrahúsum, eiga ekkert og lifa á foreldrunum oft fram undir þrítugt! Eru þessir krakkar að mótmæla því að mamma og pabbi eiga ekki lengur tvö þúsund kall svo þau komist í bíó í kvöld?
Ég spyr vegna þess að þeir sem eru í raunverulegum vanda, hinar almennu barnafjölskyldur, þar sem fyrirvinnan þarf að sækja atvinnuleysisbætur nú um áramót, sýnir af sér þann þroska að maæta á Austurvöll á laugardögum og í Háskólabíó á mánudagskvöldum og mótmælir þar með öðru en ofbeldi og vanvirðingu gagnvart lögreglu.
Munið að lögreglan er fólk eins og við sem hefur að lifibrauði að viðhalda lögum og reglu í landinu. Veitum þeim þá virðingu sem þau eiga skilið. Þið viljið væntanlega hafa lögregluna innan seilingar þegar glæpir eru framdir gagnvart ykkur.
Átök við Ráðherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti verið að þessir krakkar verði innan skamms komnir með fjölskyldur og húsnæðisbyrði (og veistu nokkuð nema svo sé hjá einhverjum þeirra nú þegar) og sjái fram á að þurfa að bera byrðarnar af ráninu mikla meðan þau eru að koma undir sig fótunum? Gæti verið að þau vandræði, sem foreldrar þeirra lenda í, bitni líka á þeim? Margir foreldrar eru að reyna að styðja við bakið á börnum sínum meðan þau eru í námi. Heldurðu virkilega að þetta ástand bitni ekki á ungu fólki? Ég hef allavega meiri áhyggjur af börnunum mínum en mér sjálfum. Mér þætti í fyllsta máta eðlilegt að þau færu núna með látum út á göturnar.
Einar Ólafsson, 9.12.2008 kl. 11:20
Þessi svokölluðu þöglu mótmæli virðast ekki hafa virkað og það virðist vera að það verði enginn sem verði rannsakaður eða sóttur til saka, vegna þess að flokkarnir hafa engan áhuga á því og virðast vera of tengdir inn í þau mál. Fólk virðist fara að sjá að mótmæli af þessum verði að prufa núna , þar sem hin virðast ekki vera að virka. Það virðist ekkert ætla að breytast þarna í þinghúsinu og gömlu bankakallarnir og þeirra samstarfsfélagar eru farnir að kaupa eignirnar aftur , án þess að Íslenska ríkið krefst þess að fá rannsaka þarna fyrst, sem væri nú ekki mikið mál að krefjast. Þeir sem eru í rikisstjórn hafa einfaldlega ekki áhuga að rannsaka sjálfan sig og sína. Nú er kominn tími fyrir að fara frá friðsamlegu mótmælunum sem virka ekki og að fara að láta heyra í sér.
Sigurður Árnason, 9.12.2008 kl. 11:40
Eitt mesta bull sem ég hef heyrt í langan tíma er að blaðamenn kalla hópinn anarkista. Ef það er rétt eftir krökkunum haft, þá er þetta heldur óupplýst fólk, eða blaðamenn að gefa hópnum nafn út í loftið. Síðan hvenær hafa anarkistar barist fyrir lýðræði? Að ráðast inn á alþingi á þeirri forsendu að lýðræði sé ekki virt þar inni er brandari. Ef þetta væru anarkistar, þá væru þeir að ráðast á Alþingishúsið, VEGNA ÞESS að það er myndbirting lýðræðisins í landinu (hversu gott eða lélegt það nú er).
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:52
Jæja, það er gott að fólk er tilbúið að setjast á rökstóla.
Kreppukarl, það eru engir unglingafordómar hér, ég er að velta fyrir mér hverju krakkarnir eru að mótmæla og hvernig. Ég er ekki sammála þessum aðferðum og bendi á að við eigum að vera siðmenntuð þjóð sem lifir ekki eftir frumskógarlögmálinu.
Einar, það er staðreynd að fjöldi ungs fólks er komið með heimili, en ég hef grun um að það sé ekki það fólk sem mótmælir á þennan hátt. Ég er 36 ára og á 4 börn og að sjálfsögðu hef ég áhyggjur. Eignir mínar eru að engu orðnar en ég hef 30 ár til að ná mér upp úr þessu og börnin mín eru ekki byrjuð sitt streð þannig að ég hef minni áhyggjur af mér og þeim heldur en fólkinu sem komið er á efri ár og tapaði öllu sínu sparifé við bankahrunið. Það fólk hefur engin tækifæri á að vinna tap sitt til baka. Vinahjón mín sem eru á áttræðisaldri standa uppi í blokkaríbúðinni sinni og þurfa að treysta á 100 þúsund kallinn til að lifa það sem eftir er þar sem allur höfuðstóllinn er farinn. Hvað gera þau? Þau fara a.m.k. ekki með skemmdarverkum og ofbeldi um bæinn.
Sigurður þér þykir þá kanski allt í lagi að fara og brjóta rúðurnar hjá nágrannanum af því að hann fer í taugarnar á þér? Eða fara og ráðast inn í höfuðstöðvar KSÍ af því að þú vilt ekki Óla Jó sem landsliðsþjálfara heldur einhvern annan?
Nei það sem maður hefur heyrt eru öskur á allt og alla sem stundum hafa fylgt skemmdarverk en frá þessum mótmælendum koma bara mótmæli en engar tillögur að lausnum. Það hafa þó komið tillögur frá þeim sem standa að "þöglu" mótmælunum á Austurvelli og í Háskólabíói.
Ég hef ekki lausnir á ástandinu, ég vona bara að ég nái að halda sjó á meðan þessi stormur gengur yfir, að ég haldi atvinnunni, íbúðinni og eigi alltaf nóg að borða handa fjölskyldunni. Ég afla ekki tekna eða matar með vanvirðingu, svívirðingu, skemmdarverkum og ofbeldi til handa yfirvöldum né öðrum.
Þá er spurning hvort ekki eigi að setja meiri þrýsting á forsvarsmenn okkar launþega, þ.e. verkalýðsforystuna að fara að gera eitthvað annað en að þiggja margföld laun fyrir ekkert.
Vilhjálmur Óli Valsson, 9.12.2008 kl. 12:06
Ææjjj þetta er allt að fara út í tóma vitleysu held ég. Gott að vera bara í sveitinni og fara út og garga þegar manni er ofboðið því það þíðir lítið annað. Maður hefur ekkert í þetta basl nema þrjóskuna.
Svo er bara að reyna að meika sitt besta úr þessu og hætta að fjölga börnunum svo skuldirnar hlaðist ekki upp hahaha...... börnin fæðast svo skuldug í dag.
Knús frændi og kveðja í bæinn. Hóhóhó....kveðja að norðan.
JEG, 9.12.2008 kl. 14:30
Blessaður Kjartan og velkominn með þín innlegg. Það er gott að vita að maður er ekki einn í heiminum með þessar skoðanir sem viðraðar hafa verið á þessu bloggi. Ég hef ekki enn mætt á mótmælafund á Austurvelli en það kemur meira til út af því að ég vil ekki fara með börnin mín þangað ef óróaseggirnir taka sig til og gera allt vitlaust.
Mótmælaaðgerðir eru af hinu góða, þær aðgerðir verða hins vegar að vera skipulegar, friðsamar og málefnalegar. Það verður að koma þessum 20-50 einstaklingum sem hleypa alltaf öllu í bál og brand út úr þessum aðgerðum. Það verður líka að koma gömlum útbrunnum pólitíkusum eins og Jóni Baldvin út úr þessu. Fólk eins og hann sem er búið að gleyma sínum gjörðum og bitlingunum sem þáðir voru fyrir.
Ætli við verðum ekki að láta duga að vera bara tuðarar á bloggi sem enginn les og segja að með því látum við okkar mótmæli í ljós.
Vilhjálmur Óli Valsson, 10.12.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.