Loksins

Loksins horfði Wenger á sama leik og ég. Karlinn hefur verið uppfullur af afsökunum hingað til og ekki verið til í að viðurkenna að liðið standi sig illa.

Ég hef ekki séð svona slakt Arsenallið síðan Bruce Rioch var stjóri þarna. Þetta er örugglega lélegasti leikur liðsins undir stjórn Wenger.

Hitt er annað mál að það skiptir afar litlu máli hvaða liði mínir menn mæta í 16 liða úrslitunum, það eru allt gríðarlega sterk lið sem eftir eru. Liðin sem Arsenal geta mætt í næstu umferð eru: Roma, Panathinaikos, Barcelona, Bayern Munchen eða Juventus. Allt mjög sterk lið en vel vinnanleg og þá kannski sérstaklega Grikkirnir.

Hins vegar ef Arsenal hefði unnið þá eru liðin sem hefðu verið í pottinum gegn Arsenal þessi: Inter Milan, Sporting Lissabon, Athletico Madrid, Villareal, Lyon og Real Madrid. Ég held að þessi grúppa sé ekki síðri en hin þannig að kannski er þetta bara ásættanlegt þegar allt kemur til alls.

Sjáum til þegar búið er að draga hvort ég verði ennþá sáttur.


mbl.is Viðurkenndu vanmátt Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja það,að þegar menn eru farnir að sætta sig við 2(annað) sætið þegar það 1(fyrsta)  er í boði, þá ættu menn að hætta þessu og snúa sér að einhverri annarri íþrótt.  Boccia eða pílukast kæmi vel til greina, og svo fá menn sér kollu af öli á eftir.

Sveinninn (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Kæri jóli.

Auðvitað er alltaf stefnt á sigur, sama hver andstæðingurinn er EN það sem ég á við er það að ekki eru nein verðlaun fyrir fyrsta sætið í þessum riðli önnur en þau að eiga seinni leikinn heima í 16 liða úrslitunum. Annað er ekki í boði þar. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum, hvorki meira né minna.

Svo má spyrja þig hvers konar (íþrótta)maður þú ert ef þú heldur virkilega að fólk stefni ekki á sigur í boccia eða pílukasti. Ef það eru ekki fordómar þá veit ég ekki hvað. Það sem ég hef séð til þeirra íþrótta þá er ekki síðra keppnisfólk þar en í öðrum íþróttum.

Mér finnst hins vegar miklu betra að fylgjast með góðum fótboltaleik og fá mér kollu á meðan.

Vilhjálmur Óli Valsson, 15.12.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband