18.1.2009 | 11:49
Í alvöru??
Ég er svo aldeilis hissa. Eða ekki. Hvað á fólk að gera? Atvinnulausir á Íslandi eru komnir yfir 10 þúsund og fer enn fjölgandi. Ríkið er ekki tilbúið að gera neitt til að búa til vinnu og í raun er ríkið að draga úr umsvifum og verkefnum, samanber aðgerðirnar í heilbrigðisgeiranum og uppsagnirnar sem eru yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni. Það eina sem ríkisstjórnin er að gera er að styrkja og styðja við hugmyndir, sem gætu orðið arðbærar eftir 5-10 ár, og svo "sprotafyrirtæki", sem eru góðra gjalda verð, en skapa mjög fá störf.
Það er enga atvinnu að hafa á Íslandi í dag svo að rökrétt skref hjá þeim sem hafa misst atvinnuna er að horfa út fyrir landsteinana til að hafa í sig og á. Ég veit að ég mun gera það fari svo að ég standi upp án atvinnu nú á vormánuðum.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.