Björgunarþjónusta við Ísland!

Vegna frétta undanfarin misseri af Landhelgisgæslu Íslands (LHG), stöðu hennar og rekstri er tímabært að draga saman þau fréttabrot sem birst hafa og meta út frá þeim hver staðan er í raun er varðar björgunarþjónustu við Ísland.

Sagan

Frá því í september 2008 hefur LHG verið með starfsemi í algjöru lágmarki, varðskipin, Týr og Ægir, hafa meira og minna legið bundin við bryggju í Reykjavík, skipulagðar æfingar á þyrlum hafa eingöngu verið til að uppfylla lágmarkskröfur og flugvél LHG, TF-SYN, hefur verið geymd í flugskýli LHG frá í september og verið notuð eins spart og möguleiki er. Flest þessara tækja hafa reyndar verið tilbúin til neyðarþjónustu á þessum tíma ef frá er talinn tími til reglubundins viðhalds.

Staðan í dag

Samkvæmt viðtali við forstjóra LHG í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. febrúar sl. og frétt á heimasíðu LHG degi síðar, kemur fram að með aðhaldsaðgerðum hafi verið gripið til þeirra ráða að fækka stöðugildum hjá LHG um 31 í 137 eða fækkun starfsfólks um 20% á innan við ári og að sagt hafi verið upp öllum fastlaunasamningum sem í gildi voru innan stofnunarinnar sem sparar 5-10% á hvern starfsmann sem um ræðir. Einnig hefur það verið gert opinbert að þremur þyrluflugmönnum hefur verið sagt upp störfum og til hagræðingar hefur verið dregið saman á Vaktstöð siglinga sem verður í framtíðinni aðeins mönnuð 2 mönnum helming sólarhringsins. Dregið verður úr úthaldi varðskipa um þriðjung, sjómælingabáturinn Baldur verður ekkert gerður út á árinu og flugtímum á þyrlu fækkað eins og kostur er. Allar þessar aðgerðir stuðla að því að hægt er að halda rekstri LHG innan þess ramma er fjárlög setja stofnuninni.

Afleiðingar

Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins 01. mars sl. að ekki verði dregið úr björgunarþjónustu að neinu marki og að öryggi sjómanna sé tryggt með þeim tækjum og mannskap sem eftir stendur hjá LHG. Opinber gögn sýna hins vegar að þegar 3 þyrlur eru í rekstri er hægt að tryggja að ein sé flughæf. Auðvitað munu koma tímar þar sem allar þyrlurnar verða ganghæfar í einu en viðhalds- og öryggiskröfur á þessar vélar eru slíkar að líklegt er að megnið af árinu verði í besta falli 2 þyrlur útkallshæfar og að í kjölfarið á uppsögn þriggja þyrluflugmanna verði ekki hægt að halda úti tveimur þyrluvöktum nema hluta ársins. Þá er það staðreynd að á meðan er aðeins eitt varðskip úti á sjó í einu og heilbrigð skynsemi segir að það dugi illa til að gæta okkar lögsögu eða bregðast við sjóslysum innan ásættanlegra tímamarka. Ofan á allt þetta leggst fækkun starfsfólks í Vaktstöð siglinga sem þjónar annars vegar allri fjarskipta- og öryggisþjónustu við sjófarendur og er hins vegar bakland allra björgunar- og gæslueininga LHG sem eru í notkun. Þegar búið er að draga þetta saman má svo spyrja hvort björgunarþjónustan sé ásættanleg.

Niðurstaða

Það er ljóst að stjórnendur LHG eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda eins háu þjónustustigi og hægt er miðað við þann ramma er stjórnvöld setja þeim. Hitt er svo annað mál hvort eðlilegt sé að ríkisstofnun sem sinnir björgunar- og neyðarþjónustu þurfi að leita út fyrir landsteinanna til að geta keypt olíu á skipin sín og að ekki fáist niðurfelldur virðisaukaskattur af björgunarbúnaði og varahlutum í björgunareiningar. Sá rammi sem stjórnvöld eru að setja er hrein og klár aðför að öryggi sjómanna og hvet ég Dómsmála- og Fjármálaráðherra til að lagfæra stöðu LHG áður en þessi staða kostar mannslíf.


mbl.is Treysta á eina þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband