17.9.2009 | 17:23
Meistaradeild - Standard Liege
Uss, ég kom að skjánum þegar 6 mínútur voru liðnar og trúði ekki mínum eigin augum, 2-0 fyrir Standard, hvað var eiginlega í gangi hjá mínum mönnum. Var Mannone að klikka svona svakalega eða hvað?
Ég lét mig samt hafa það horfa á þær 84 mínútur sem eftir voru og verð að viðurkenna að ég var oft nálægt því að skipta um stöð þar sem þetta er það slakasta sem ég hef séð hjá mínum mönnum í haust. Það var þó gott mark sem Bendtner flækjufótur skoraði í lok fyrri hálfleiks og í raun það eina sem gladdi augað á þessum fyrstu 45 mínútum.
Seinni hálfleikur var skárri þó að ekki hafi hann verið góður. Þó að Standard hafi verið með 9 menn í 2 fylkingum fyrir framan teiginn þá á lið eins og Arsenal að hafa gæði til að klára það. Mér fannst einfaldlega vanta boltalausu hlaupin og menn eins og Diaby og Eduardo voru að hanga of mikið á boltanum. Þá voru gæði sendinga hjá liðinu afskaplega döpur og sérstaklega furðulegt að sjá mann eins og Fabregas eiga hverja spyrnuna á fætur annari sem sigldi beint útaf eða í fangið á markamanni Standard. Lukkan slóst þó í lið með okkur í jöfnunarmarkinu, en að því verður hlegið um ókomna tíð og ólíklegt að þessi aðstoðardómari verði í meistaradeildinni aftur. En eftir að staðan varð 2-2 var ekki spurning um hvort liðið myndi sigra, Arsenalliðið varð afslappað og þá gerðust hlutirnir af sjálfu sér.
Það sem hægt að taka úr þessum leik er að sigur vannst þrátt fyrir lélegasta leik haustsins. Einnig var gott að sjá kraftinn sem kom með Ramsey og endurkoma Rosicki er án vafa að styrkja liðið.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.