13.9.2009 | 10:07
Leikur 4. Man. City
Það var fjörugur seinni hálfleikur á Borgarleikvangnum, 5 mörk, fullt af færum og umdeildum atvikum.
Ég get ekki verip sammála skinkunni sem sagði sigur City vera sanngjarnan. Mínir menn voru mun betra liðið, 20 marktilraunir á móti 10 og voru að halda boltanum mun betur innan liðsins en heimamenn.
Það er hins vegar ekki nóg, það verður að nýta færin og það gerðist ekki í þessum leik eins og svo oft áður, eitthvað vantar bæði upp á græðgina og grimmdina auk þess sem smá heppni mætti alveg fara að detta með Arsenal. Það má t.d. alveg spyrja hvernig leikurinn hefði þróast ef Ade hefði fengið rautt eftir viðskiptin við v. Persie og eins ef vítið hefði verið dæmt skömmu síðar. En það er alltaf þetta ef og þýðir lítið að vera að væla yfir því.
Það verður bara að taka góðu hlutina með úr þessari heimsókn, innkoma Rosicki var frábær, hann lífgaði heldur betur upp á sóknarleikinn. Eins er ég að mestu ánægður með Vermalen þrátt fyrir að varnarleikur Arsenal hafi verið í molum í mörkum 2 og 3 en 4 markið kom eftir flotta skyndisókn City.
Hins vegar voru bæði Glichy og Bentdner afspyrnu slakir og skil ég bara ekki hvað Daninn stóri er að gera í hóp hjá okkur. Svo vantar okkur sárlega markvörð sem er einum klassa ofar en Almunia.
Næst er það Wigan á Emirates og vonandi fara hlutirnir að detta fyrir okkur, en ekki má gleyma því að í fyrstu 4 leikjunum er búið að heimsækja Everton og bæði Manchester liðin, sjálfsagt 3 af 5 erfiðustu útivöllunum í úrvalsdeildinni.
ÁFRAM ARSENAL
City á sigurbraut - Benayoun með þrennu fyrir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 21:50
Öllum er alveg sama!!
Ég sem starfsmaður flugdeildar LHG get ósköp lítið tjáð mig um þessi mál en það sem er samt merkilegt er að allir virðast halda að eina starfsemi LHG sé rekstur þyrlna. Þetta er mikill miskilningur og má benda á miklu meiri niðurskurð (hlutfallslega) í öðrum deildum stofnunarinnar.
Það má svo benda á að þetta fjársvelti til gæslunnar er til jafns á við að sjúkrabílum á höfuðborgarsvæðinu yrði fækkað um helming. Hvað ætli fólk myndi segja þá??
Annars er samt merkilegast að ÖLLUM hagsmunasamtökum sjómanna sem og annara virðist vera nákvæmlega sama að öllum rekstrargrundvelli sé kippt undan öllum löggæslueiningum í landinu.
Minni björgunargeta Landhelgisgæslunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2009 | 22:37
Unun að horfa á spilamennskuna í dag :)
Wenger: Mikill stígandi í liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 22:31
Til hamingju Kata!!
Aftur sýnir Katrín Júl pólitíska skynsemi og skýtur þar með 1. sætis kandidötunum ref fyrir rass og nælir í öruggt þingsæti. Með þessu er hún líklega að stimpla sig inn sem einn klárasti stjórnmálamaður landsins. Ef hún hefði boðið sig fram í fyrsta hefði hún líklega ekki komist á blað.
Enn og aftur til hamingju Kata :-)
Árni Páll sigraði í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 23:59
Gott mál :-)
Það er bara vonandi að aðrar útgerðir taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og læri á sama hátt af þessu slysi.
Heiðraðir fyrir björgunarafrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 10:44
Gott mál er það ekki?
Adebayor spilar ekki í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 09:59
Frábært og kominn tími til
Það var mikið. Ég fagna þessari frétt. Við máttum alveg við því að fá góðar fréttir til tilbreytingar.
Hins vegar má segja að þetta sé eðlileg ákvörðun þar sem afurðaverð til sjómanna hefur lækkað um allt að 35% frá áramótum og það hefur ekki skilað sér fyrr en nú til neytenda.
En klapp á bakið til eigenda Fiskisögu og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið.
Fiskbúðir lækka verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2009 | 10:56
Björgunarþjónusta við Ísland!
Vegna frétta undanfarin misseri af Landhelgisgæslu Íslands (LHG), stöðu hennar og rekstri er tímabært að draga saman þau fréttabrot sem birst hafa og meta út frá þeim hver staðan er í raun er varðar björgunarþjónustu við Ísland.
Sagan
Frá því í september 2008 hefur LHG verið með starfsemi í algjöru lágmarki, varðskipin, Týr og Ægir, hafa meira og minna legið bundin við bryggju í Reykjavík, skipulagðar æfingar á þyrlum hafa eingöngu verið til að uppfylla lágmarkskröfur og flugvél LHG, TF-SYN, hefur verið geymd í flugskýli LHG frá í september og verið notuð eins spart og möguleiki er. Flest þessara tækja hafa reyndar verið tilbúin til neyðarþjónustu á þessum tíma ef frá er talinn tími til reglubundins viðhalds.
Staðan í dag
Samkvæmt viðtali við forstjóra LHG í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. febrúar sl. og frétt á heimasíðu LHG degi síðar, kemur fram að með aðhaldsaðgerðum hafi verið gripið til þeirra ráða að fækka stöðugildum hjá LHG um 31 í 137 eða fækkun starfsfólks um 20% á innan við ári og að sagt hafi verið upp öllum fastlaunasamningum sem í gildi voru innan stofnunarinnar sem sparar 5-10% á hvern starfsmann sem um ræðir. Einnig hefur það verið gert opinbert að þremur þyrluflugmönnum hefur verið sagt upp störfum og til hagræðingar hefur verið dregið saman á Vaktstöð siglinga sem verður í framtíðinni aðeins mönnuð 2 mönnum helming sólarhringsins. Dregið verður úr úthaldi varðskipa um þriðjung, sjómælingabáturinn Baldur verður ekkert gerður út á árinu og flugtímum á þyrlu fækkað eins og kostur er. Allar þessar aðgerðir stuðla að því að hægt er að halda rekstri LHG innan þess ramma er fjárlög setja stofnuninni.
Afleiðingar
Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins 01. mars sl. að ekki verði dregið úr björgunarþjónustu að neinu marki og að öryggi sjómanna sé tryggt með þeim tækjum og mannskap sem eftir stendur hjá LHG. Opinber gögn sýna hins vegar að þegar 3 þyrlur eru í rekstri er hægt að tryggja að ein sé flughæf. Auðvitað munu koma tímar þar sem allar þyrlurnar verða ganghæfar í einu en viðhalds- og öryggiskröfur á þessar vélar eru slíkar að líklegt er að megnið af árinu verði í besta falli 2 þyrlur útkallshæfar og að í kjölfarið á uppsögn þriggja þyrluflugmanna verði ekki hægt að halda úti tveimur þyrluvöktum nema hluta ársins. Þá er það staðreynd að á meðan er aðeins eitt varðskip úti á sjó í einu og heilbrigð skynsemi segir að það dugi illa til að gæta okkar lögsögu eða bregðast við sjóslysum innan ásættanlegra tímamarka. Ofan á allt þetta leggst fækkun starfsfólks í Vaktstöð siglinga sem þjónar annars vegar allri fjarskipta- og öryggisþjónustu við sjófarendur og er hins vegar bakland allra björgunar- og gæslueininga LHG sem eru í notkun. Þegar búið er að draga þetta saman má svo spyrja hvort björgunarþjónustan sé ásættanleg.
Niðurstaða
Það er ljóst að stjórnendur LHG eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda eins háu þjónustustigi og hægt er miðað við þann ramma er stjórnvöld setja þeim. Hitt er svo annað mál hvort eðlilegt sé að ríkisstofnun sem sinnir björgunar- og neyðarþjónustu þurfi að leita út fyrir landsteinanna til að geta keypt olíu á skipin sín og að ekki fáist niðurfelldur virðisaukaskattur af björgunarbúnaði og varahlutum í björgunareiningar. Sá rammi sem stjórnvöld eru að setja er hrein og klár aðför að öryggi sjómanna og hvet ég Dómsmála- og Fjármálaráðherra til að lagfæra stöðu LHG áður en þessi staða kostar mannslíf.
Treysta á eina þyrlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 21:08
ESB - eina leiðin!
Skyldi það vera að þetta sé það sem Samfylkingin sér þegar forsvarsmenn þar tala um að innganga í ESB sé eina leiðin fyrir litla, fátæka þjóð?
Ég veit ekki hvort ég myndi selja ömmu mína fyrir 32 millur á ári en ætli ég myndi ekki hugsa málið.
En það þarf allavega betri tíðindi en góð kjör pólitíkusa til að selja mér að með aðild að ESB sé hag mínum best borgið.
Hátt launaðir Evrópuþingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 18:25
Hahahahahaha!!!!
Þvílíkur blöðruhaus!!
Maðurinn er ekki búinn að gera neitt annað í nokkur misseri en að hrauna yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins, þingmenn og ráðherra hans. Það er eins gott að svona körlum sé komið í burtu og það sem fyrst. Þetta er alveg með ólíkindum hvað þessi græðgi og vitleysa fær að ganga lengi, sjáið bara Kristinn H. Gunnarsson sem situr nú á þingi fyrir þriðja stjórnmálaflokkinn, Frjálslynda, sem eru hægra megin í stjórnmálalitrófinu, en hefur áður setið fyrir Framsókn og Alþýðubandalagið sem er eins langt til vinstri og hægt er að komast.
Er eitthvað að marka þessa vitleysinga? Það lítur allavega ekki út fyrir að þeir hafi eina almenna sannfæringu og lifi eftir henni. Nei, þessir kapparhalda sig á þeim vígstöðvum sem þeir telja hag SÍNUM best borgið!
Samt er spurning hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki enn vitlausari að taka endalaust við svona fýrum!
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar