Færsluflokkur: Bloggar

Merkilegt

Merkilegt þykir mér að þessi frétt sé merkileg. Það er nú einu sinni þannig að hvorki meira né minna en TVÆR heimstyrjaldir voru háðar í Evrópu á síðustu öld.

Var ég kannski að misskilja eitthvað þegar mér var talin trú um að fleiri en 50 hafi látið lífið í hvorri styrjöld fyrir sig.

Merkilegt!


mbl.is 50 beinagrindur finnast í þýskum bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skólabekk

Nú er það svart. Gamli maðurinn, þ.e. ég, hefur tekið sig til og skráð sig í nám. Já ekki er öll vitleysan eins, farið að síga á seinni hlutann í fertugt og þá loksins asnast ég af stað og ætla að klára stúdentinn. Tók 6 einingar í fjarnámi í FÁ fyrir jólin og tek 6 einingar þessa önnina.

Núna lét ég verða af þessu og verð því að éta ofan í mig stóru orðin. Ég ER að lesa nóbelsskáldið Laxness, þurfti að lesa klukkuna fyrir áramót og er að byrja á fólkinu sjálfstæða núna. Verst þykir mér að þegar ég var búinn að hemja fordóma mína er varðar stafsetningu skáldsins, og horfa framhjá henni, þá var klukkan bara ÁGÆTIS saga. Í GUÐS bænum ekki segja neinum frá þessari játningu minni.

Ég á eftir að læra svolítið betur á þetta bloggvesen þar sem ég er byrjaður á þeirri vitleysu líka þó að ég hafi lítið að segja, þetta er bara almennt tuð sem fáir hafa gaman af. Kosturinn er hins vegar að það er hægt að slökkva á vafranum en erfiðara er að slökkva á tuðinu þegar ég er "LIVE"

Þar til síðar, hafið það gott


« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband