Færsluflokkur: Íþróttir
17.9.2009 | 17:23
Meistaradeild - Standard Liege
Uss, ég kom að skjánum þegar 6 mínútur voru liðnar og trúði ekki mínum eigin augum, 2-0 fyrir Standard, hvað var eiginlega í gangi hjá mínum mönnum. Var Mannone að klikka svona svakalega eða hvað?
Ég lét mig samt hafa það horfa á þær 84 mínútur sem eftir voru og verð að viðurkenna að ég var oft nálægt því að skipta um stöð þar sem þetta er það slakasta sem ég hef séð hjá mínum mönnum í haust. Það var þó gott mark sem Bendtner flækjufótur skoraði í lok fyrri hálfleiks og í raun það eina sem gladdi augað á þessum fyrstu 45 mínútum.
Seinni hálfleikur var skárri þó að ekki hafi hann verið góður. Þó að Standard hafi verið með 9 menn í 2 fylkingum fyrir framan teiginn þá á lið eins og Arsenal að hafa gæði til að klára það. Mér fannst einfaldlega vanta boltalausu hlaupin og menn eins og Diaby og Eduardo voru að hanga of mikið á boltanum. Þá voru gæði sendinga hjá liðinu afskaplega döpur og sérstaklega furðulegt að sjá mann eins og Fabregas eiga hverja spyrnuna á fætur annari sem sigldi beint útaf eða í fangið á markamanni Standard. Lukkan slóst þó í lið með okkur í jöfnunarmarkinu, en að því verður hlegið um ókomna tíð og ólíklegt að þessi aðstoðardómari verði í meistaradeildinni aftur. En eftir að staðan varð 2-2 var ekki spurning um hvort liðið myndi sigra, Arsenalliðið varð afslappað og þá gerðust hlutirnir af sjálfu sér.
Það sem hægt að taka úr þessum leik er að sigur vannst þrátt fyrir lélegasta leik haustsins. Einnig var gott að sjá kraftinn sem kom með Ramsey og endurkoma Rosicki er án vafa að styrkja liðið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 23:41
Loksins
Loksins horfði Wenger á sama leik og ég. Karlinn hefur verið uppfullur af afsökunum hingað til og ekki verið til í að viðurkenna að liðið standi sig illa.
Ég hef ekki séð svona slakt Arsenallið síðan Bruce Rioch var stjóri þarna. Þetta er örugglega lélegasti leikur liðsins undir stjórn Wenger.
Hitt er annað mál að það skiptir afar litlu máli hvaða liði mínir menn mæta í 16 liða úrslitunum, það eru allt gríðarlega sterk lið sem eftir eru. Liðin sem Arsenal geta mætt í næstu umferð eru: Roma, Panathinaikos, Barcelona, Bayern Munchen eða Juventus. Allt mjög sterk lið en vel vinnanleg og þá kannski sérstaklega Grikkirnir.
Hins vegar ef Arsenal hefði unnið þá eru liðin sem hefðu verið í pottinum gegn Arsenal þessi: Inter Milan, Sporting Lissabon, Athletico Madrid, Villareal, Lyon og Real Madrid. Ég held að þessi grúppa sé ekki síðri en hin þannig að kannski er þetta bara ásættanlegt þegar allt kemur til alls.
Sjáum til þegar búið er að draga hvort ég verði ennþá sáttur.
![]() |
Viðurkenndu vanmátt Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 11.12.2008 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 22:26
Vá og bravó. Til hamingju strákur!!!!
17 sekúndur!!!!!!! Gerir einhver sér grein fyrir hvað þetta er rosalegt.
17 sekúndum betri en NOKKUR annar Íslendingur.
Maður á bara ekki til orð. Hvers megum við vænta frá strák í framtíðinni?????
![]() |
Sindri norskur meistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 23:11
Sigurvegari kominn heim
Ég bara verð að monta mig aðeins. Kristberg Óli fór til Vestmannaeyja í 4 daga í lok júní til að keppa á Shellmótinu sem er knattspyrnumót fyrir 6. flokk eða 8-10 ára gutta. Kristberg spilaði með liði 4 hjá HK eða D-liðinu eins og það hefur heitið í gegnum knattspyrnusöguna.
Það er skemmst frá því að segja að strákarnir í liði 4 hjá HK stóðu sig eins og hetjur, þrátt fyrir sjóveiki á útleið og erfiðan fyrsta dag þar sem hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá þeim.
Strákarnir héldu áfram að hafa gaman að hlutunum og uppskáru á endanum þar sem þeir unnu lið 5 hjá ÍBV í úrslitaleik um Heimaklettsbikarinn og komu því með dollu heim til að setja í skápinn í Fagralundi.
Hér er Kristberg Óli með dolluna.
Og dollan fer á loft.
End mont
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2008 | 21:11
Hverju varð hann vitni að?
Það var nefninlega það.
Ég leyfði mér að horfa á leikinn þrátt fyrir að vera ekki neitt sérstaklega bjartsýnn. Það verður að viðurkennast að íslenska liðið var arfaslakt allann tímann á öllum sviðum handboltans nema kannski Hreiðar Leví. Hvað er málið þegar menn láta verja víti eftir víti frá sér. Ég veit að það eru klassamarkmenn að spila þessa leiki en þetta er af 7 metra færi og okkar menn eiga ekki að vera neinir byrjendur í boltanum. Er þetta einbeitningaleysi eða eru menn bara ekki betri en þetta. Ég skil ekki svona klúður.
Tölum svo aðeins um þessi komment hans Gumma. Það voru varin eitthvað innan við 10 skot, við fengum á okkur 34 mörk og skoruðum áðeins 2 mörk úr hraðaupphlaupum. Og þjálfarinn heldur að vörn og markvarsla séu í góðu lagi. Markvarslan var í lagi hjá Hreiðari en það er ótrúlegt að verja 18 skot en andstæðingarnir skora samt 34. Það þýðir einfaldlega það að enginn var í vörninni.
Kommon Gummi, þú veist betur, vertu maður og viðurkenndu það sem er að. Við sáum nefninlega liðið fá á sig einhver 70 mörk í 2 leikjum og svo fengum við 26 mörk á okkur frá Argentínu, sem kann ekki einu sinni handbolta.
Þú ert EKKI á réttri leið Gummi, þessi 3-2-1 vörn er eitthvað sem strákarnir eru ekki að ráða við og markverðirnir okkar eru oftar en ekki eins og byrjendur bakvið þessa vörn (gleðileg undantekning í dag). Ef þú getur lagað þetta fyrir morgundaginn þá förum við til Peking, annars komum við með skottið á milli fótanna heim en það er í góðu lagi, þú hefur sjálfsagt skýringar á reiðum höndum í því tilfelli.
Miðað við þessa leiki gegn Argentínu og Póllandi, spái ég 6-10 marka tapi gegn Svíum.
![]() |
Sóknarleikurinn brást í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 11:45
En er hann stoltur af sér?
Þegar við feðgarnir settumst fyrir framan imbann í gærkvöldi þá varð maður svolítið hissa yfir liðsuppstillingunni. Pennant búinn að vera góður undanfarið en Benayoun settur inn fyrir hann. Alonso sem er ekki búinn að vera á miklu flugi var í liðinu. Ég held að það hefði verið skynsamlegra að hafa Babel og Pennant á köntunum og Gerrard og Mascerano á miðjunni.
Skiptingarnar voru svo skrítnar, sérstaklega Torres-Babel.
Liverpool tapaði á ákvörðun stjórans í þetta skipti og engu öðru.
![]() |
Benítez: Stoltur af mínu liði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 16:57
Draumurinn búinn :-(
Jæja, þetta er búið...... Liverpool hafði það í gærkvöldi. Þetta er svekkjandi, ég hélt þetta væri komið þegar Ade skoraði og bara 6 mín eftir.....en Babel gerði vel í að fylgja boltanum eftir þegar jafnvægið var farið og sótti vítið og vitið þið hvað.....það er ekkert við því að segja, svona er boltinn og þess vegna er þetta vinsælasta sport í heimi.
Það var bæði leiðinlegt og skemmtilegt að mæta í vinnuna í dag, leiðinlegt vegna úrslitanna, skemmtilegt vegna allra umræðanna og álitana sem menn höfðu á vítinu, leiknum og úrslitunum.
En það sem stendur upp úr er að munurinn á þessum tveimur liðum er mjög lítill, þessi rimma réðst eingöngu á mismunandi dómum í þessum tveimur leikjum og hvort liðið sem var hefði getað komist áfram. En þvílík auglýsing fyrir enska knattspyrnu, þetta er það besta sem sést hefur í meistaradeildinni í vetur.
Ég sagði það í síðustu færslu að liðið sem stæði uppi sem sigurvegari eftir þessa rimmu myndi vinna mótið og ég ætla að standa við það.
Til hamingju Liverpool.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar