Eurovision

Mikill er kjánahrollurinn sem hríslast um mig á laugardagskvöldum er ég lími mig niður í sófann og drekk í mig (mis)hallærisleg lög og framkomur listamanna sem keppast um að komast í stóra partíið í sprengjugígunum í Serbíu í vor.

Þó svo að hrollur kjánans heimsæki mig um leið og þátturinn byrjar þá get ég ekki annað en hrifist, eins og flestir Íslendingar, af sjarmanum sem virðist fylgja þessari keppni. Í kvöld gerðist það t.d. að Páll Óskar sagði okkur hvaða lag fer til Serbíu. Að sjálfsögðu er það glimmerpoppið eftir Örlyg Smára í flutningi Eurobandsins. Getur ekki klikkað, frábær söngkona, mjög frambærilegur söngvari og flottar fáklæddar stelpur að sprikla í kringum þau.

Fyndið því að í næstu setningu kom að flutningur Dr. Spock á lagi Dr. Gunna væri ekkert minna en stórkostlegt. Ég verð hins vegar að vera sammála þessari fullyrðingu. Dr. Spock var svo fáránlegur á sviðinu að ekki var hægt annað en að hrífast með þessari vitleysu. OK, hattarnir með gulu fingrunum, það var búið að útskýra uppþvottahanskana, en hvað er málið með bleiku buxurnar og SKÓNA, SÁ EINHVER SKÓNA sem maðurinn var í? Nei ég get ekki ímyndað mér sýrutrippið sem var í gangi þegar þetta átfitt var valið. Hvað ætli Proppé hafi þurft að æfa sig lengi til að falla ekki um koll í hvert sinn er hann hreyfði sig. Það eitt og sér er nóg til að ég taki hatt minn ofan fyrir honum.

Ekki ætla ég að dæma um hvert þessara laga sem fara í úrslit eigi skilið að komast alla leið til Serbíu, ég hef ekki kosið einu sinni í vetur og ætla mér ekki að taka þátt á þann veginn, ég ætla bara að halla mér aftur í sófanum og njóta kjánahrollsins eitt vorið enn.

Góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband