Hið mikla vald Spaugstofunnar!

Í Kastljósi kvöldsins var Pálmi Gestsson að fara yfir fréttir síðustu viku og að sjálfsögðu þurfti hann að verja síðasta þátt þeirra Spaugstofumanna og verð ég að segja að hann komst betur frá þessu en Karl Ágúst gerði fyrr í vikunni.

 

Það stakk mig þó eitt komment frá Helga Seljan og ég réði ekki við munnvikin sem heimtuðu að fá að vísa upp í smátíma. "Eftir Halldóri Ásgrímssyni er haft að þeir fimmenningar á stofu spaugssins eru búnir að láta hann (Halldór) og Framsóknarflokkinn líta svo illa út að enginn vill kjósa þá lengur, snökt, og ég held bara, snökt, að ég og vinir mínir verðum barasta að hætta í pólitík, snökt, þið látið okkur líta svo illa út, BUUUUUUHUUUUHUUUUHUUU. Frábært svar frá Pálma, eins og hans er von og vísa, "þessir karlar þurfa ekki hjálp frá nokkrum manni til að líta illa út!" Blush Þarna hitti hann naglann á höfuðið og sló tvær flugur í þessu sama höggi.

Þarna erum við nefninlega komin á þann stað að blessaðir pólitíkusarnir okkar eru einfaldlega með vont PR. Það getur verið að það sé búið að kaupa fullt af flottum og dýrum fötum en það felur bara ekki til lengdar óhreinindin sem eru innan við fötin. Eftir ákveðinn tíma kemur óheiðarleikin, sjálfumhyggjan og rotnunin í ljós og þá er best að snökta og finna sér einhverja leikara, sem túlka sinn sannleika og sínar fréttir á gamansaman og heiðarlegan hátt, og kenna þeim um að hinn almenni borgari sé farinn að hlaupast undan skítalyktinni sem angar af störfum viðkomandi pólitíkusa.

Þetta er bara skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 34991

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband