14.3.2008 | 00:53
Bless Grænland.
Jæja þá er komið að því. Klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, yfirgaf HDMS Vædderen Narssarssuaq í síðasta skipti í þessari ferð. Nú er ferðinni heitið hér útfyrir ísinn til æfinga, bæði með öðru gæsluskipi og svo á að prófa vopnastýringakerfið og þjálfa mannskapinn í beitingu skotvopna þetta verða örugglega skemmtilegir 3 dagar sem eru að bresta á.
Þetta er rétt utan við Narssarsuaq.
Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími sem ég hef átt hér um borð við strendur Grænlands og í höfnum landsins, lífið um borð er búið að vera mjög lærdómsríkt og heimsóknirnar í þetta stórbrotna land með lágvaxna fólkinu hafa svo sannarlega komið mér á óvart, bæði með fegurð landsins og hversu lítill hluti þess er byggilegur. Ég er svo uppfullur af skemmtilegum minningum, sem ég ætla að reyna að koma frá mér þegar ég er kominn heim, að ég brosi mikið inni í mér og tel að þessi ferð hafi bætt mig sem einstakling. Ég taldi mitt land vera fallegt en ég bara VERÐ að koma hingað að sumarlagi og sjá þetta einstaka land þegar minni hluti þess er hulinn snjó og ís. Þó það taki langan tíma að hlaða inn myndum þá bara verð ég að sýna ykkur þetta og leyfa ykkur að njóta þessa með mér þangað til ég get sett inn albúm með fleiri myndum.
Eftir æfingarnar er ferðum okkar heitið vestur um haf og alla leið til lands draumanna, það er til Boston þar sem taka við samæfingar í leit og björgun með bandarísku strandgæslunni OG það sem verður kannski erfiðara nefninlega verslun, verslun og verslun þar til ekkert verður eftir í búðunum. Mun ég svo fara af skipinu þar og fljúga með hundleiðum heim til fjölskyldu minnar sem ég er farinn að sakna meira en orð fá lýst.
Ég ætla ekki að skrifa aftur fyrr en ég er kominn heim en skila kærri kveðju frá Vædderen. Farið öll varlega.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
The Icelander who went to Greeland and came back as a a Doglover.
Já frábært hvað þessi ferð hefur verið góð fyrir þig og Rögga vonandi.
alltaf gaman að breyta aðeins til.
góða ferð til Boston og svo Home,
Gísli Torfi, 14.3.2008 kl. 07:54
Það er búið að vera gaman að lesa um þetta
takk fyrir mig.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:11
Það er gott að vita að þið eruð að læra helling af þessu. Það er verra að vera búinn að missa þig út á flugvöll, og fá þess vegna ekki ferskan mann með nýjar æfingar um borð í v/s. Hafðu það sem best og heyrumst síðar.
Sævar M (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:52
Kveðja í ísinn úr 38°c
Sjáumstumstumstumstum
Kveðja til Rögga vinar míns
Einar Örn Einarsson, 18.3.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.