9.4.2008 | 16:57
Draumurinn búinn :-(
Jæja, þetta er búið...... Liverpool hafði það í gærkvöldi. Þetta er svekkjandi, ég hélt þetta væri komið þegar Ade skoraði og bara 6 mín eftir.....en Babel gerði vel í að fylgja boltanum eftir þegar jafnvægið var farið og sótti vítið og vitið þið hvað.....það er ekkert við því að segja, svona er boltinn og þess vegna er þetta vinsælasta sport í heimi.
Það var bæði leiðinlegt og skemmtilegt að mæta í vinnuna í dag, leiðinlegt vegna úrslitanna, skemmtilegt vegna allra umræðanna og álitana sem menn höfðu á vítinu, leiknum og úrslitunum.
En það sem stendur upp úr er að munurinn á þessum tveimur liðum er mjög lítill, þessi rimma réðst eingöngu á mismunandi dómum í þessum tveimur leikjum og hvort liðið sem var hefði getað komist áfram. En þvílík auglýsing fyrir enska knattspyrnu, þetta er það besta sem sést hefur í meistaradeildinni í vetur.
Ég sagði það í síðustu færslu að liðið sem stæði uppi sem sigurvegari eftir þessa rimmu myndi vinna mótið og ég ætla að standa við það.
Til hamingju Liverpool.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.