Ferðasaga 1. hluti

Dagana 17. febrúar til 27. mars 2008 var ég um borð í danska varðskipinu Vædderen, en þetta var hluti af auknu samstarfi LHG og Söværnet. Haldið var í fyrstu til æfinga á Faxaflóa þar sem allur búnaður skipsins var keyrður og prófaður. Að kvöldi 19. febrúar var haldið til veiðieftirlits á rækjumiðunum við austurströnd Grænlands og verið þar fyrsta hluta ferðarinnar. Á þeim miðum  var farið til eftirlits í öll skip sem sáust án tillits til hvenær þau voru skoðuð síðast. Var okkur boðið með í veiðieftirlit og eru verkferlar og það sem skoðað er mjög sambærilegt við það sem gerist á okkar slóðum. Einnig var mér boðið í frábært útsýnisflug yfir smáhluta austurstrandarinnar.

Þá var siglt suður fyrir Grænland og haldið til Narssarsuaq þar sem skipt var um hluta áhafnar og í kjölfarið var farið í verkefni sem eru fyrst og fremst til stuðnings byggðum landsins, allt frá því að brjóta ís og búa til siglingaleiðir og upp í að flytja vörur og fólk á milli staða. Milli þessara fólksflutninga var miklum tíma eytt í æfingar og er lögð mikil áhersla á að viðhalda hæfni manna í þeim verkefnum sem skipið er gert út fyrir. Vegna viðhalds þurfti að stoppa  í Nuuk í 5 daga. Í Nuuk nýtti ég tímann til gönguferða um plássið, svona eins og hitastigið leyfði því það er staðreynd að eftir rúmlega tveggja tíma útiveru er maður orðinn frekar kaldur. Hitamælirinn á símanum mínum sagði, eftir 2,5 tíma að hitastigið væri 4 gráður og ég ver með símann í vasanum!!!!

Eftir Nuuk var haldið til Narssarsuaq þar sem komu svo um borð 15 nemar úr skóla óbreyttra hermanna ásamt leiðbeinanda sínum en er þetta val hjá þeim þar sem allir þurfa að skila samfélagsþjónustu í Danmörku ef þeir fara ekki í framhaldsnám. (Ég held örugglega að þetta sé rétt hjá mér).

Þaðan var haldið út á grænlensk sund þar sem haldnar voru almennar bruna- björgunar- og dráttaræfingar með gæslubátnum Tulugaq og í kjölfarið voru skotæfingar af stærri vopnum skipsins, þ.e. fallbyssu og 50 calibera vélbyssu.Að þeim æfingum loknum var lagt af stað til Boston þar sem skipið var í leitar- og björgunaræfingum með bandarísku strandgæslunni en það kemur sér pistill um þá ferð og sér myndaalbúm. 

Hvort sem þið trúið eða ekki þá talaði ég eingöngu dönsku alla ferðina og eru framfarirnar í tungumálinu stjarnfræðilegar. Ótrúlegt er langlundargeð Dananna að endurtaka sig þegar ég hváði og að þeir skuli hafa reynt að skilja það sem ég var að reyna að koma frá mér.

Þetta er ekki mikið sem ég er að segja en ég verð að passa mig vegna þess að þetta er jú herskip og það eru allar þeirra ferðir og verkefni trúnaðarmál svo þetta verður að vera svona meira almennt hjá mér.

Ég setti samt nokkrar myndir inn í albúm sem heitir Vædderen og set svo meira frá USA þegar fram líða stundir. Ég er að reyna að eyða tíma mínum í námsbækur þessa dagana, þ.e. þegar ég er ekki að vinna, en próf eru hjá mér fyrstu vikuna í maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sævar már magnúss

já er æfingarprógrammið jafn stíft og hjá okkur hehehe  

sævar már magnúss, 9.4.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Ég ætla nú ekki að halda því fram enda ekki svona draumaaðstaða, eins og þið hafið, á hverju strái.

Vilhjálmur Óli Valsson, 9.4.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Þrotlausar æfingar í bland við endarlaus verkefni hjá okkur. Bíð spentur eftir næstu skrifum.

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.4.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 34978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband