19.4.2008 | 10:56
Samningar í höfn!
Hef verið að skoða aðeins þá samninga sem eru komnir í höfn, a.m.k. tímabundið. Var að lesa breytingar á samningum VR við SA og kaupmenn. Þetta eru tímamótasamningar að mínu mati, aldrei hefur verið skrifað undir svona lélega samninga áður, ef undar eru skildir síðustu sjómannasamningar.
Það hljómar vel að hækka lágmarkslaun, því að mínu mati eiga lágmark. En staðreyndin er sú að ef við hækkum lágmarkslaun eingöngu þá fjölgum við hópi þeirra sem eru á lágmarkslaunum. Tökum sem dæmi að við hækkum lægstu laun úr 130 þús í 150 þús og aðrar hækkanir eru óverulegar þá erum við búin að færa lægst launaða hópinn upp um 20 þús og bæta í þann hóp öllum sem voru á bilinu 130 -150 þús og lægst launaði hópurinn er orðinn stærri. Gott mál að hækka lægstu laun EN það má ekki bitna á þeim sem eru búnir að berja út auka 10-20 þúsund kall í sín laun. Þetta er eitt af því sem gerir persónusamninga og hvatningu til þeirra svolítið hættulega fyrir verkalýðsfélögin og getur auðveldlega slegið vopnin úr höndum þeirra.
Annað sem stingur í augun eru eftirfarandi textar í samningi VR og SA:
- Grunnhækkun er 8,6% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. okt. 2006. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 2. okt. 2006.
- Grunnhækkun er 5,5% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. jan. 2007. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 1. jan. 2007.
- Grunnhækkun er 4,5% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. jan. 2007. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 1. jan. 2007.
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 2. janúar 2007 til loka september 2007. Er grunnhækkun launa hans þá 4,5% við gildistöku þessa samnings en frá henni dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá þeim tíma er hann var ráðinn til og með gildistöku samningsins, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxta.
Sama klásúla er uppi á teningnum fyrir hækkunina 1. mars 2009 sem á að vera upp á 3,5% en frá því dragast þær hækkanir sem komið hafa til á samningstímanum fram að þessari dagsetningu.
Ég verð bara að öskra þegar ég les þetta, HVERJUM DETTUR Í HUG AÐ SEMJA FYRIR SKJÓLSTÆÐINGA SÍNA AÐ ENGIN HÆKKUN SÉ Á BORÐINU. Það er nefninlega þannig að þetta sama stéttarfélag hvetur til persónusamninga og er með árlegt launaviðtal allra starfsmanna og segir svo bara með þessum samningum, við nennum þessu ekki gerið þetta bara sjálf. Á sama tíma skrifa forkólfar stéttarfélagsins upp á samning sem dregur launahækkanir á síðasta samningstímabili frá hækkunum á þessu samningstímabili.
Hvað er að þessu fólki, það á að segja af sér og skammast sín.......en það kemur bara kommentin.....lengra verður ekki náð að þessu sinni.
Ég segi ykkur það, Samtök atvinnulífsins hlær að fólki fyrir þessa vitleysu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.