1.5.2008 | 11:25
Hverjir krefjast hvers?
1. maí. Það koma upp í hugann minningar af litlausum ræðum verkalýðsforkólfa, allavega síðan Guðmundur Jaki var og hét, og grátklökknum pólitíkusum sem boða fagnaðarerindið að ef skríllinn sem kallast verkalýður, fer fram á einhverjar kjarabætur og að ég tali ekki um að það verði eitthvað látið eftir þeim, þá fari ríkið, sveitarfélögin, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni á höfuðið.
Þetta er saga 1. maí í heild sinni.
Það breytist ekki neitt þetta árið. Í grein í Fréttablaðinu í morgun skrifar utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, einmitt um að nú þurfi nýja þjóðarsátt, með þáttöku allra undir forystu alþýðunnar. Einmitt, undir forystu alþýðunnar. Það er nefninlega lýðurinn sem á að taka af skarið og hossa undir rassinn á gagns- og ábyrgðarlausum pólitíkusum sem setja í "forgang að ná jafnvægi í efnahagsmálum".
Á þessum sama tíma gera stjórnvöld og fjármagnseigendur ekkert. Stjórnvöld halda í hendina á og passa fjármagnseigandann með þessari fáránlegu verðtryggingu sem þekkist hvergi í hinum siðmenntaða heimi og er ekkert nema trygging fyrir lánveitendur. Davíð kóngur í virkinu við höfnina hækkar stýrivexti á tveggja vikna fresti af því að almenningur kann ekki að fara með peninga og á hann ekki annarra kosta völ en að gera þetta til að kenna fólki að hætta að eyða peningunum sínum. Í öllum öðrum löndum á vesturhveli jarðar er verðtrygging ekki valkostur og stýrivextir eru LÆKKAÐIR til að sporna við þenslunni og vandræðum á fjármálamörkuðum.
Nei, ég er svo einfaldur að ég skil ekki svona, ég verð líklega að fara í háskóla og ganga svo í einhvern stjórnmálaflokk og frelsast til að skilja þessa vitleysu. Því það er alveg sama hvað IBS og hinir pólitíkusarnir reyna að firra sig ábyrgð, það bara gengur ekki að svara svona endalaust. Hvers vegna hefur ekki komið til afnáms eftirlaunalaganna, hvers vegna erum við að eyða milljörðum í utanríkisþjónustu sem á ekki rétt á sér nema kannski í helmingi tilfella.
Þessir hlutir eru í lagi, berjum bara lýðinn niður, það reddar öllu.
Fjármálastofnanir skila tugmilljarða hagnaði á ári en það er tap á innlendri starfsemi, þetta er allt hagnaður að utan. RIGHT.
Verkalýðsforkólfarnir semja um launalækkanir sbr. samninga VR í síðasta mánuði.
Við erum að skila okkar, það er komið að stjórnvöldum og fjármagnseigendum.
Til hamingju með daginn
Kröfuganga frá Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.