Prófin búin!

Var að ljúka seinna prófinu áðan. Gekk sæmilega en þetta var í Íslensku 503. Frekar leiðinlegur áfangi, bókmenntasagan frá 1900 til okkar tíma. Mér leiðist að lesa ljóð - ef þið hafið ekki vitað það fyrir. Ekki nóg með það heldur leiðist mér líka að lesa ritverk Nóbelsskáldsins þannig að þetta var extra þungur áfangi fyrir það.

Þurfti að lesa Sjálfstætt fólk og svo er bókmenntasaga síðastliðinnar aldar eitruð af Laxness. Það kemst voðalega lítið að annað en hann. Samt var ekki spurt á prófinu mikið úr hans verkum, það voru bara 2 spurningar.

En það er gott að þetta er búið, nú þarf ég ekki fleiri íslensku áfanga, á bara NÁT 113 og EÐL 103 til að klára blessaðan stúdentinn. Stefni á að gefa mér tíma í þessi 2 fög á næstu önn.

By ðe vei, ég fékk 8 út úr NÁT 123. Það er bara helv. gott miðað við þá litlu vinnu sem lagt var í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband