Er þetta eðlilegt?

Ég á ekki til orð. Ekki yfir þessum skrýtna dómi heldur yfir hvernig ferlið hefur verið í kerfinu.

Hvernig lítur þetta út fyrir okkur? Jú það var nauðgað, kært, rannsakað og sýknað í héraðsdómi. Saksóknari áfrýjar til Hæstarétts sem ómerkir sýknudóminn og sendir málið aftur heim í hérað. Og hvað er gert þar? Jú það er bara skipt um dómara og fengin "réttari og ásættanlegri niðurstaða."

Þetta segir svo mikið um dómarana sem skipaðir eru við héraðs- og hæstarétt, ekki er tekið mið af hæfi og/eða gáfnafari þessara einstaklinga heldur eingöngu hversu flokkshollir þeir eru.

Þetta er að koma fyrir æ oftar að mál eru semd heim í hérað aftur og það hlýtur að þýða að dómararnir á fyrsta dómstigi eru ekki hæfir og þá á að losa þá undan því að verða sér til minnkunnar í hverjum dóminum á fætur öðrum.

Ég tek það fram einu sinni enn að ég hef engar forsendur til að tjá mig um dóminn sjálfan og ætla öðrum að rífast um hann.


mbl.is 3 ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ertu sem sé að gefa í skyn að þetta hafi þá ekki verið naugunn. Ég get nefnilega frætt þig um annað.

Sigurbrandur Jakobsson, 17.6.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Alls ekki. Maðurinn er dæmdur nauðgari og það hvarflar ekki að mér að annað sé í stöðunni.

Það sem ég er að tala um er hvernig þetta dómskerfi okker er að virka eða ekki virka. Öll gögn segja að maðurinn sé sekur en samt var hann sýknaður í fyrsta skipti. Það hlýtur að þýða að dómarar í héraði séu ekki starfi sínu vaxnir og úrskurður hæstarétts, sem vísar málinu aftur í hérað, segir nákvæmlega það um dómarana.

Aftur tek ég fram að ég hef engar forsendur til að segja neitt um dóminn en maðurinn var dæmdur og það hlýtur að segja okkur að um nauðgun hafi verið að ræða.

Vonandi kemur þetta í veg fyrir allan misskilning um að ég haldi öðru fram.

Með góðri kveðju

Vilhjálmur Óli Valsson, 17.6.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta er rétt hjá þér, og ég vona að þú fyrirgefir. Þannig er að ég tengist fórnarlambinu og lenti inní þessu öllu saman á sýnum tíma. Þetta var ekki góð niðurstaða í fyrstu og það tók mikið á okkur ættingja stúlkunar. Það sem sérstaklega tók þó á, var þegar verjandi mannsins kom fyrir alþjóð og lýsti því nánast yfir að hún væri bara drusla sem væri að reyna að koma sök á manninn blásaklausan og að fyrri niðurstaða hefði verið sanngjörn vegna þess. Það er ekki gott þegar dómarar eru það veruleikafyrtir að þeir geri ekki muná já eða nei, vegna þess að já var knúið fram með ofbeldi vegna þess að nei var ekki tekið gilt!

Bestu kveðjur sömuleiðis

Sigurbrandur Jakobsson, 17.6.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband