16.6.2008 | 17:56
Hver er ekki að blogga????
Þegar ég datt inn í þennan bloggheim þá opnaðist ný tilvera fyrir mér.
Líklegasta og ólíklegasta fólk úr mínu lífi, bæði núverandi félagar og eins raddir úr fortíðinni, bæði gamlir vinir og kunningjar sem og skyldfólk þar sem samband hefur verið vanrækt, allavega af minni hálfu, hefur stungið niður fingri á lyklaborð og látið mig vita af sér og fengið upplýsingar um mig og mína hagi í gegnum bloggið.
Ég held bara að ég bjóði mig velkominn til framtíðar (nútímans) og reyni að fylgja þróuninni framvegis.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sama hér. Mikið eigum við margt sameiginlegt ha? En það er svona þegar maður er náskyldur sko.
Ég snerti varla tölvu fyrr en í ágúst í fyrra. Ja allavega ekki nettengda sko nema til að leggja kapal. Já ég var illa haldin af netfælni.
En batnandi fólki er best að lifa ekki satt.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 16.6.2008 kl. 18:19
Já, það var gaman að rekast á þig hérna á blogginu, hafandi hvorki séð þig né heyrt af í 15 ár.
Endilega haltu áfram að blogga...
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:26
Já vá það er svona langt síðan. Ég fór að hugsa og ætli það séu ekki u.þ.b. 14 ár hér síðan við höfum sést eða heyrst?
Knúsogklemm.
JEG, 16.6.2008 kl. 18:32
Það er kannski óþarfi að vera að velta sér upp úr hversu mörg ár eru liðin. Það er bara áminning um að maður er orðin rígfullorðinn.
Annars verður maður að sætta sig við að eldast eins og aðrir, við vinnufélagarnir og skólabræðurnir vorum að reikna það út að það eru 15 ár síðan útskriftin var úr stýrimannaskólanum.
Það var líka í gær sem að Kristberg Óli, mitt elsta barn, fæddist. Samt verður hann 9 ára í ágúst.
Vilhjálmur Óli Valsson, 16.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.