Hverjir eru að mótmæla?

Ég er bara ekki að átta mig á þessu liði. Hvað er þetta fólk að villast hingað upp til Íslands að mótmæla jarðvarmavirkjunum? Er tíma þessa fólks ekki betur varið í að mótmæla framkomu Bandaríkjamanna gagnvart jörðinni og lífríki jarðar. Maður getur ekki betur séð en stefna yfirvalda fyrir vestan haf eigi eftir að ganga af plánetunni dauðri mikið fyrr en aðgerðir allra annara ríkja samanlagt.

Besta dæmið er nú um daginn er Bush neitaði að skrifa undir samning um helmingsminnkun skaðlegs útblástrar á næstu árum.

Einnig gæti þetta fólk farið og mótmælt framkomu stjórnvalda við fólk í ríkjum Afríku. Nei það hentar ekki.

Mig langar að öskra þegar tvískinnungsháttur þessa fólks er gerður opinber, sbr. viðtalið við Miriam Rose: "Hún segir að fyrstu dagarnir fari í það að fræða fólk um það sem sé að gerast á Íslandi". Af hverju er þetta lið að koma til landsins ef það veit ekki stöðuna og hverju á að mótmæla!

Ég ætla að hætta núna áður en ég verð orðljótur.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar að maður les þetta blogg þitt er:

Böl skal bæta með að benda á eitthvað annað. 

Þú réttlætir ekki raskanir á náttúru okkar með að segja Bandaríkin eru verri. Fólk verður bara að átta sig á því að Íslensk náttúra er bara mjög sérstök, kannski er það þess vegna sem þessu fólki svíður bara það að sjá heila þjóð standa á sama þégar verið er að raska henni. S.B.R. Flestir hafa nú hugsað hversu mikil heimska það er hjá Brasilíu að vera höggva niður amazon skóginn. Málið er bara að þessi tími núna er svoldið mikilvægur, stjórnvöld eru búin að koma sama rammaáætluninni yfir virkjannakosti á Íslandi sem eru í 3 þrepum og þá er verið að tala um að virkja geifvænlegt magn af ám og háhitasvæðum. Þetta á að vera sent í gegnum umhverfismat en stjórnvöld reyna eftir bestu getu að byrja bara að virkja sem fyrst og láta svo söguna dæma sig. stjórnvöld eru búin að sína hver þeirra áform eru nú er bara spurning um hvað ætlar fólkið að gera. Ætla allir að sitja heima og fussa og sveia yfir því að eitthvað fólk sem er ekki Íslendingar ætli að gagnrýna þetta, eða ætlar fólk að reyna að sýna fram á að nauðsynlegt er að koma með breytta stefnu í umhverfismálum.

Ég held að þessi fræðsla gangi út á það að fræða þá sem koma og kíkja á þetta fólk, held varla að þetta fólk fari að fljúga á milli landa án þess að vita neitt hvað er í gangi. Mig grunar það allavega þar sem að þessar búðir eru staðsettar rétt hjá bænum, þá er kannski planið hjá þessu fólki að reyna að vekja athygli og spjalla við fólk frekar en eitthvað meira.

Megas (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:29

2 identicon

Ja mér finnst þetta fólk sem vill mómæla byggingu álvera  og stóriðju (já 30% af þessu Áli sem  framleitt er hér fer í hergagnaframleiðslu og ekki gott til þess að vita, vægast sagt óhugnaður) í viðhvæmri náttúru íslands. Þeir sem loka augonum fyrir þeim ljótleika sem fylgir þessum ofvexti og peninga og valdshugsunarhætti eru þar með að leggja blessun sína yfir vöxt auðmagnsins og manneskja (með þessum stighækkandi 2% síaukinni þjóðarframleiðslu, því höfuðstóllinn hækkar stöðugr og því eru árleg 2% alltaf stærri og meiri hvert ár) og æ hraðari eyðileggingu á öllu viltu landi og þegar allar orkulindir eru þurausnar verður alsherjarstríð... já stríð er algerlega fylgifiskur stöðugrar aukningar. Að yfirvöld skuli yfir höfuð þykjast vera vistvæn (og með prófessora í umhverfismálum til að taka þátt í lyginni) á meðan að þetta grunn prisip auðmagnshugsunarháttarins er aldrei gagnrýnt sýnir mér hve mikill óheiðarleiki er í gagni. Umhverfismál eru bara leikaraskapur á meðan hugmyndin um vexti viðgengest. Ef við tökum vexti burt þá er enginn þörf á meiri þjóðarframleiðslu. Þá er von til að við getum náð jafnvægi. Að græða peninga á peningum er glæpur gagnvart öllu lífríkinu. Og þar með okkur sjálfum og börnum okkar.

 Í sambandi við Saving Iceland fólkið: Ég mundi vilja sjá íslendinga í þessu starfi í meirihluta altént. En nú er að því er virðist meirihlutinn fólk frá öðrum löndum. Ennfremur, ég vona að þessi mótmæli verði friðsöm og málefnaleg og efli skilning okkar allra á hvaða leiðir við getum valið sem eru heildrænar en ekki byggðar á skammsýni og gróðavon örfárra aðila einsog nú er, með hörmulegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir.

Tryggvi Hansen 

Tryggvi Hansen (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Það sem ég er að segja, ágætu herramenn, er að þessir atvinnumótmælendur, sem virðast ekki vita í upphafi mótmæla hvers vegna á að mótmæla, ættu að verja tíma sínum annars staðar og á uppbyggilegri máta. Ef Íslendingar vilja mótmæla þá er það sjálfsagt og fólki skylt að fylgja sinni sannfæringu.

Ég er ekki að segja að einhverjir hlutir séu í lagi hér af því að þeir eru verri annarstaðar, ég er að tala um að fólk ætti að taka til í sínum eigin garði áður en það fer að kvarta yfir illgresinu hjá nágrannanum.

En, eins og ég sagði áðan, ef íslenskt fólk vill mótmæla stóriðjustefnunni þá er það sársaukalaust af minni hálfu, þ.e. ef fólk heldur sig innan ramma laganna.  Það er líka einfalt að sína hug sinn í verki þegar kosningar eru, en þar kemur aftur tvískinnungur fólks aftur fram, því ekki get ég séð betur en Samfylkingin hafi aldrei staðið betur en núna þrátt fyrir að halda stóriðjustefnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hátt á lofti. Fagra Ísland er innantómt og illa lyktandi prump sem ekkert mark er takandi á.

Kannski sem betur fer, þar sem ég er á þeirri skoðun að við eigum að virkja það sem hægt er að virkja og fá hátækniiðnað hingað til lands. Og takið eftir, hátækniiðnað en af álverum er komið nóg. Það er nefninlega fullt af iðnaði sem við getum fengið hingað sem þarf ekki að taka marga ferkílómetra af landsvæði.

Með kveðju.

Vilhjálmur Óli Valsson, 12.7.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: JEG

Frændi þú orðljótur ??? Ha gerist það einhverntíman ???

Knús á þig elskulegur.

JEG, 12.7.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Sigurjón

Böl má bæta með að benda á betri leið:

Hvernig væri að mótmæla fyrst byggingu nýrra kola- og olíuorkuvera?  Hvernig væri að mótmæla niðurgreiðslu Bandaríkjastjórnar á korni til eldsneytisframleiðslu, sem hækkar um leið verulega verð á kornafurðum um allan heim?  Það væru alvöru baráttumál; ekki þetta óttalega kjaftæði sem verið er að framkvæma hér. 

Sigurjón, 12.7.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Það er gott að vita að maður er ei einn um þá skoðun að koma þessara "mótmælenda" er ekki af heilum hug og hjarta. Þannig að takk fyrir þitt innlegg og heimsókn Sigurjón.

Og kæra frænka, ótrúlegt en satt, maður hefur mildast pínu með árum og börnum þannig að ljótleiki í orðum er orðin undantekning frekar en regla.

Vilhjálmur Óli Valsson, 12.7.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Sigurjón

Þessi aldur, þessi aldur...

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 34980

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband