27.7.2008 | 16:06
Veikindi og skipulag vegna þeirra.
Mikið ansk..... er maður búinn að vera eitthvað latur undanfarið, en það á sér að hluta til skýringar. Yngsta barnið mitt, Guðný Sunna, er búin að vera lasin undanfarnar tæpar tvær vikur. Hundleiðinleg veikindi sem hafa lýst sér í háum hita, sem kemur og fer í bylgjum, lystarleysi og almennum pirring hjá stelpunni. Á föstudaginn fór svo Berglind með Guðný Sunnu til læknis, í þriðja skiptið á þessum veikindatíma, og þá vildi læknirinn fara að skoða þetta eitthvað betur, sendi barnið í lungnamyndatöku og komst að því að berkjurnar í vinstra lunga voru eitthvað óhreinar en vildi samt ekki kaupa þá skýringu á þessum háa hita sem búinn er að vera viðloðandi barnið þennan tíma. Hann sendi okkur því með barnið á bráðamóttöku Barnaspítalans og þar var tekin þvagprufa sem send var í einhverjar rannsóknir og tveimur tímum seinna var barnið lagt inn vegna leiðinlegrar þvagfærasýkingar. Það var ekkert með það að settur var upp æðaleggur hjá barninu, sem gekk það brösuglega að endað var á að setja upp legg í höfuðið á henni, og síðan var dregið úr henni blóð til rannsóknar og ræktunar áður en farið var að dæla lyfum í hana um þennan legg.
Eins og stumpur með þessar umbúðir
Þarna sést í kranann sem er tenging við æðakerfi hennar.
Það er alltaf erfitt að horfa upp á krílin sín þegar þeim líður illa, að ég tali nú ekki um þegar einhver úr heilbrigðisgeiranum er að meiða þau og þau skilja ekki af hverju.
Það er líka annað sem er ekki síður erfitt og það er að púsla saman heimilislífinu þegar eitt barnann veikist þannig að leggja þarf inn. Þá þarf annað foreldrið að vera á spítalanum allann tímann og hitt að hugsa um heimili og hin börnin. Svo þegar vinna bætist við þá er betra að eiga góða að. Við Berglind erum svo heppin að eiga góða að en það er bara þannig að núna eru flestir í sumarleyfi og því ekki staddir í bænum. Þó gat ég níðst á systur minni á föstudaginn og kom hún hlaupandi til að hugsa um hin börnin mín á meðan við reyndum að skipuleggja þeta mál eins og hægt er. Algjör bjargvættur, takk Halldóra.
Annars höfðum við það þannig að Berglind gisti á spítalanum, þar sem Guðný Sunna er enn á brjósti á meðan ég var heima hjá hinum og fór leysti síðan Berglindi af yfir daginn á meðan hún aðeins hreyfði sig og fékk feskt loft.
Við fengum svo staðfestingu úr rannsóknum í morgun og fékk stelpan því að koma heim áðan og líður henni greinilega miklu betur. Nú bíðum við bara eftir að hún verði kölluð inn aftur í frekari rannsóknir, sem verður vonandi klárað á næstu 2 vikum þar sem við ÆTLUM í sumarbústað föstudaginn 8. ágúst.
Jæja, þá er búið að pústa um þetta og þarf ekki að ræða það meir. Set eitthvað skemmtilegra inn fljótlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Villi.
Vonandi verður Guðný Sunna fljót að hrista þetta af sér. Já get reynt að gera mér í hugarlund hvernig þetta er .
Allavega mínar bestu óskir til ykkar.
Einar Örn Einarsson, 27.7.2008 kl. 17:06
Æjj litla skottan. Leiðinlegt svona. Og alltaf sama sagan það finnst aldrei neitt að. Svona var þetta með Guðveigu í vetur og það var það sem ég sagði í upphafi "eyrnabólga" en doksi vildi ekki viðurkenna.
Já mikð ertu nú skynsamur að velja gamalgróið hverfi svo maður rati þá án þess að kíkja í bók til þin hihihi....
Knús og batakveðjur úr sveitinni.
JEG, 27.7.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.