Frábær dagur í gær, Herðubreið heimsótt og flogið um landið!

Gærdagurinn var einn sá besti á þessu sumri, hægar norðlægar áttir og léttskýjað eða heiðskýrt um allt land. Ég sannreyndi þetta alltsaman með einu skemmtilegasta verkflugi sem ég hef farið í síðan ég hóf störf á þessum vettvangi. Við fórum úr höfuðstaðnum að morgni og flugum milli jökla yfir í Herðubreiðalindir þar sem lent var og hittum við þar flokk galvaskra björgunarsveitamanna sem voru að fara að skipta um talstöðvarendurvarpa sem staðsettur er á toppi Herðubreiðar, en okkar aðstoð vantaði við að flytja mannskap og búnað upp á topp.

DSCN0452

Björgunarsveitamennirnir 6.

DSCN0415

Herðubreið skartaði sínu fegursta! Endurvarpinn í forgrunni.

Þegar svona er flutt með þyrlu þá eru settar stroffur í viðkomandi hlut og hann svo hengdur neðan í þyrluna. Þá þarf einhver að vera á jörðinni og húkka í krókinn.

DSCN0429

Og þá hverfur maður í mold- og sandroki.

Eftir þetta var haldið á Egilstaði, þar sem tankað var, þá upp í Héraðsflóa, þaðan til Akureyrar og að lokum yfir hálendið og til Reykjavíkur þar sem frábærum degi lauk með safaríkri grillsteik sem beið mín heima.

Þetta er leiðin til að eyða fallegum sumardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Gaman að þessu.

Já svo að þin kona grillar .....eða ert þú MEISTARINN? hahahahahaha...... Nei  bara fór að hugsa út frá bloggfærslunni á hinu blogginu mínu.

Knús á ykkur úr sveitinni.

JEG, 20.7.2008 kl. 14:26

2 identicon

Kvitt.

Kristjan Gudmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frábært að fá svona daga félagi.

Kveðja á þig

Einar Örn Einarsson, 24.7.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: sævar már magnúss

fær hún þá bjór,,, hann er fyrir grillara.

sævar már magnúss, 25.7.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Jóna, já það kemur fyrir að hún fær að grilla. En það er eingöngu þegar ég er að heiman. Þetta er skiptingin, hún gerir salat og sósu en ég sé um grillið. Held að það sé svipað á flestum heimilum.

2. Stjáni vertu velkominn, gaman að vita af þér.

3. Blessaður Einar, eins og þú veist að þá eru það þessir dagar sem gefa þessu gildi.

4. Sævar, Sævar, Sævar. Þó betri helmingnum sé leyft að henda mat á eldinn þá eru sumir hlutir heilagir. NEI hún fékk ekki bjór, enda eru ekki sömu kjör fyrir fastráðna og lausráðna!

Vilhjálmur Óli Valsson, 27.7.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 34962

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband