2.12.2008 | 17:23
Hvernig er hægt að framkvæma launalækkun?
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að mín laun, sem og annara, séu varin af kjarasamningum og að ekki sé hægt að lækka þau án þess að segja ráðningarsamningi upp.
Ég hef reyndar alltaf haldið líka að hjá ríkinu (sem ég starfa hjá) væri greitt eftir töxtum og að ekki væri um yfirborganir að ræða, a.m.k. ekki hjá hinum almennu starfsmönnum. Þá er svolítið furðulegt að hægt sé að lækka laun þar sem viðkomandi stéttarfélög hafa samið um launataxta sem eru lágmarkslaun fyrir viðkomandi starf. Hinsvegar ef verið er að borga starfsmanni meira en taxtar kjarasamninga segja til um þá er búið að semja við viðkomandi starfsmann um það og sá samningur í gildi þar til honum er sagt upp með lögbundnum fyrirvara. Þá er viðkomandi starfsmanni í sjálfvald sett hvort hann taki tilboði vinnuveitanda um lægri laun (sem eru þó aldrei lægri en taxti kjarasamnings viðkomandi stéttarfélags.
Kannski er þetta bara misskilningur hjá mér en vill þá einhver vera svo vinsamlegur að leiðrétta svo ég haldi ekki áfram á þessum villigötum.
![]() |
Óréttlætanleg ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir krimmar gera bara það sem þeim sýnist. Því miður. Ríkið er ekki vant að yfirborga "almenna" starfsmenn bara "spes" starfsmenn. Þó eru það nú frekar minni fyritækin sem yfirborga. Stéttafélögin eru varasöm ójá ........eins og hér þá er formaður verkalýðsfélagsins í svo mörgu að hún er í raun "illa"vanhæf sko. Jamm.....
kv í bæ úr sveit.
JEG, 2.12.2008 kl. 22:21
Ef það eru launalækkanir í gangi þá er starfsfólk spurt hvort það samþykkir að taka á sig launalækkun, ef það neitar þá heldur það sínum venjulegu launum út uppsagnarfreststímann sem er venjulega 3 mánuðir, eftir þann tíma þá er það annaðhvort "endurráðið" á lækkuðu laununum eða því einfaldlega sagt upp.
Þetta er allavega svona "educated guess" um þetta ferli eftir launalækkanir á mínum vinnustað, sem ég samþykkti án þess að pæla mikið í því, lítil laun eru betri en engin laun.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:15
sæll sagði ég og fór úr bænum hehe kostaði ca 6000
sævar már magnúss, 4.12.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.