13.12.2008 | 09:07
Ekki alveg rétt!
Ég er einn af þeim sem er með minn séreignasparnað hjá íslenska lífeyrissjóðnum og fékk því þetta bréf inn um lúguna hjá mér á fimmtudaginn.
Það sem vekur athygli mína í upphafi er þessi setning að "bankainnistæður skyldu njóta forgangs og vera tryggðar að fullu en ekki skuldabréf í bönkum". OK, ég get tekið undir það að skuldabréf sem bankar og fyrirtæki gefa út eiga ekki að vera ríkistryggð. En hvernig í ósköpunum stendur á því að ÖLL skuldabréfaeign sjóðsins er afskrifuð á einu bretti? Hvernig stendur á því að Ingólfur Guðmundsson stjórnarformaður og Davíð Harðarson framkvæmdastjóri sjóðsins, mennirnir sem eiga að bera ábyrgð á mínu fé, gefa út svona yfirlýsingu þegar aðeins 10 vikur eru frá falli bankanna og ekki útséð um hvað fæst greitt af þessum bréfum. Skuldabréf sem bankar gefa út eru einfaldlega lán til þeirra, rétt eins og skuldabréf sem ég gef út. Ef ég hætti að borga af mínum lánum (skuldabréfum) þá er einfaldlega gengið á eignir mínar. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að umsjónarmenn lífeyrisins míns geri það sama fyrir mig.
Það kemur einnig fram að erlend verðbréf séu 45% (40% hlutabréf og 5% skuldabréf) af safninu (LÍF I). Á hvaða gengi ætli það sé reiknað? Ég er hræddur um að virði þessara bréfa sé reiknað á gjaldeyrisvísitölu sem er nálægt 220 stigum og því sé verið að reyna að fegra útkomu sjóðsins. Þegar gengið er komið í raunvirði þá gæti gengisvísitalan verið komin í um 170-180 og þá erum við að tala um 15-20% minna virði á erlendum eignum en reiknað er með í þessu bréfi. Það er athyglisvert að bréfið er sent út þegar krónan er í lágmarki en ekki er minnst á það einu orði. AÐ vísu eru þessi bréf ekki á fjárfestingardagskrá ársins 2009 en það kemur ekker fram um að búið sé að selja bréfin eða á hvaða verði eða hvernig hagnaður eða tap hefur verið af þeim viðskiptum.
Að lokum þykir mér merkilegt að nafnávöxtun sjóðsins er 9,3% frá áramótum til bankahruns og er neikvæð um 20,4% frá áramótum til 1. des. Þetta þýðir einfaldlega að raunávöxtun er neikvæð um 9% fyrir bankahrun og um 38% eftir hrun. Er þetta ásættanlegt? Ekki í mínum huga og það er bara ekki nóg að fá bréf á glanspappír um að þessum mönnum sem hafa 2-5 milljónir á mánuði í laun "þyki þetta rosalega leitt". Það eina sem þetta bréf hefur gert er að staðfesta að mennirnir sem stjórna þessum sjóðum er ekki hæfir til að sinna heimilisbókhaldi hvað þá meiru.
Stjórnendur sjóðsins eiga að sjálfsögðu að axla ábyrgð, segja af sér og skammast sín fyrir vanhæfni og getuleysi sitt.
Allt að 30% rýrnun hjá Íslenska lífeyrissjóðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.