Mótmæli eða skemmdarverk?

Það er ástæða fyrir að ég set þetta upp í svona spurningu. Ég er nefninlega ekki sáttur við þessa ríkisstjórn og aðgerðaleysi hennar, en starfa minna vegna á ég mjög erfitt með að taka þátt í mótmælum og sérstaklega eins og þau hafa verið undanfarna daga!

Ég er sáttur við að fólk safnist saman og framkalli hávaða eins og gert var við upphaf þingfundar (eftir að þingmenn voru búnir að liggja á meltunni eftir jólin) en ég set strikið við svívirðingar og hvers konar aðgerðir gegn lögreglu. Ég þekki nokkra lögregluþjóna og get fullyrt það að því fólki líður ekki vel með það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þeir sem eru í lögreglunni eru nefninlega fólk með alveg sömu vandamál og við, þau hafa áhyggjur af ástandinu, þarf að sjá fyrir sér og sínum og borga af sínum lánum rétt eins og við. En þau þurfa, auk þessa alls að þola munnlegar svívirðingar, að taka við hrákum, landbúnaðarvörum, málningu, höggum og grjóti. Hvað réttlætir svona framkomu við aðra þegna þessa lands, þó að þeir séu í lögreglubúning? Ekkert segi ég.

Svo erum við komin út í þetta (mynd tekin af mbl.is)

rúðubrot

Hver tekur með sér hamar í mótmæli? Er þetta ekki einstaklingur sem hefur engan annan tilgang en að skemma og eyðileggja? Þessi gjörð gerir ekkert annað en að skemma fyrir mótmælendum og auka okkar skatta, ekki heldur þessi maður að Geir Haarde borgi rúðuna úr eigin vasa eða hvað?

Hvers vegna eru allir í kringum þennan mann ljósmyndarar? Er þetta bara ekki sviðsett vegna þess að þetta er gott myndefni? Ég held nefninlega að fjölmiðlar, fréttafólk og myndatökufólk sé að ýta undir eitthvað svona til að fá safaríkari fréttir. Hvað hefur ekki heyrst trekk í trekk frá ljósmyndurum eftir að upp úr hefur soðið? Jú, endalaus væll yfir harðræði lögreglu og piparúðanum sem þeir fengu yfir sig!! Ég spyr þá á móti: Hvern andskotan eru þið að gera í fararbroddi þeirra sem ráðast gegn valdstjórninni? Haldið ykkur bara til hlés og notið aðdráttarlinsurnar ykkar!!

Ég vona að mótmælin haldi áfram í þeirri mynd að fjöldi fólk safnist saman og berji potta, pönnur og allt sem mögulega getur skapað hávaða og taki sig svo til og syngi ættjarðarlög eins og ég heyrði í beinni í gær. Ef fólk getur komið sér saman um þannig mótmæli og fjölmennt á þau, þá efast ég ekki um að þau skili mun meiri árangri en ofbeldi og skemmdarverk. Munum að mótmæli eru friðsamleg þó að hávaði sé mikill ef ekki er veist að valdstjórninni.

LIFI ÍSLAND


mbl.is Mótmælum lauk um kl. 3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvernig var það þegar Lára Ómarsdóttir hætti sem fréttamaður, það var eftir að hún beinlínis vildi búa til "moment".

Hefur það breyst eitthvað í fjölmiðlastéttinni? Fréttir eru söluvara og fréttamiðlarnir hafa gengið kaupum og sölum á milli okkar ástkæru útrásarvíkinga og leikið sitt hlutverk í svikamyllunum, svo að auðtrúa almúginn/neytendur séu rétt upplýstir.

Ég hef megnustu andstyggð á svokölluðum mótmælum í þeirri mynd sem þau hafa birtst undanfarið. Í mínum huga heitir þetta múgæsingur.

Einar Örn Einarsson, 22.1.2009 kl. 09:17

2 identicon

Lögreglumenn er alveg í sömu súpunni og við hin, hvernig er hægt að koma svona fram við menn sem eru bara að sinna sinni vinnu?

Sveinan (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband